Ragna í New York

16. september 2008

Fór á fætur klukkan 9 í morgun!!!

Fór í 6 ára afmæli á laugardaginn var. 11 stelpur í fimleikabúningum hoppandi og skoppandi. Góð afmæliskaka. Fór svo í gegnum nammiskápinn hennar Siggu til að létta á honum vegna mubluflutninga sem stóðu fyrir. Mér var treyst í þetta ábyrgðafulla starf þar sem mín reynsla af íslensku nammi er löng. Held það hafi verið meira nammi þarna heldur en í meðalsjoppu á Íslandi. Ég náði að næla mér í góðgæti sem ég flutti til stórborgarinnar og er að hugsa um að leyfa Íslendingunum, sem ætla að kíkja í heimsókn til mín á fimmtudagskvöldið, að njóta með mér.

Vel á minnst ef þú ert Íslendingur í NYC og þér var ekki boðið til mín á fimmtudagskvöldið, þá ertu hjartanlega velkomin/n. Bara hafa samband.

Annars er planið að mæta á haustgrill Íslendingafélagsins í Prospect Park á laugardaginn og svo að hlusta á forseta vorn á mánudaginn. Vel á minnst þeir hjá Columbia voru svo góðir að bjóða okkur Íslendingunum sérstaklega að mæta og hlusta á forseta vor. Pæling hvort þeir séu eitthvað hræddir um mætinguna... 

Að lokum þar sem ég hitti varla vini eða kunningja
 án þess að sama spurningin komi ekki upp þá er komið ágætt svar við henni.


Þann 16 september, 2008 11:14, sagði Blogger beamia...

æjæjæ afsakið margfaldlega að ég er hér með svona leiðinlega athugasemd við fína færslu... en þetta stingur svo í augu mín:

kk.et.
nf. vor
þf. vorn
þgf. vorum
ef. vors

...hlusta á forseta vorn...

 
Þann 16 september, 2008 11:19, sagði Blogger Ragna...

takk Bjarnheiður mín ;) búin að laga...

 
Þann 16 september, 2008 14:12, sagði Blogger Unknown...

ehehehehehe, já þetta er óþægileg spurning, sérstaklega (í mínu tilfelli) þar sem það er bara hægt að vera bjartsýn þegar maður er ekki einu sinni komin með efni fyrir ritgerðina. he he. Hvað með þig annars, ertu búin að ákveða efnistök í ritgerðinni?

 
Þann 17 september, 2008 14:40, sagði Blogger Ragna...

þetta er allt að koma - getur googlað funcional data analysis, path analysis, effective connectivity og fmri og þá kannski færðu smá innsýn í efnið mitt ;) ekki að neitt sé komið ennþá

 
Þann 17 september, 2008 18:13, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ég get ekki stækkað myndasöguna þannig að ég veit ekki hvað stendur.
Annars bara verði þér að namminu og góða skemmtun í partýinu. :)
Ætli að það muni nokkuð um nokkra Íslendinga? Verður ekki troðið út úr dyrum þegar Óli forseti kemur og talar? :D
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 19 september, 2008 16:31, sagði Blogger Ragna...

prófaðu að hægrismella og velja að skoða myndina í öðrum glugga þá er hún stærri

 
Þann 21 september, 2008 09:49, sagði Anonymous Nafnlaus...

vá, mér líst bara þetta líka einstaklega vel á þessa myndasögu, hún lýsir ákkúrat algjörlega háskólalífinu mínu... ég bara verð að hengja hana fyrir ofan tölvuna í vinnunni til að sýna smá húmor fyrir lífinu ;-) bið að heilsa, Lára Innsbruck

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)