Helgin
Er að jafna mig eftir helgina. Tók á móti þónokkrum Íslendingum á fimmtudagskvöldið og kíkti svo aðeins á djammið með þeim eftir það. Sleppti síðan að mæta í partí á föstudagskvöldið en laugardagurinn varð svo meiri en ég ætlaði. Eina planið var að fara í Íslendingagrill í Brooklyn og svo í afmæli hjá Karin meðleigjanda um kvöldið (heima hjá okkur.) Ég mætti í grillið, fékk ss-pylsur með öllu, prins póló og íslenskan fána sleikjó. Albína hafði minnst á Mugison tónleika fyrr um daginn þ.a. ég ákvað bara að skella mér með. Við mættum því á Mugison og voru tónleikarnir alveg frábærir. Þar sem ég á ekki Mugiboogie þá keypti ég eintak á staðnum og fékk það áritað ;)
Eftir tónleikana skildi ég við Albínu og Álfheiði og fór heim til að mæta í afmælið hjá Karin. Þá var nátla svakapartí í gangi - íbúðin full - og þakið og ég rétt náði að smakka allar þrjár afmælisterturnar. Þegar ég var nýbúin að klára kökuna þá sé ég allt í einu Ivor á staðnum. Ég hafði reyndar minnst á partíið við hann en var samt mjög hissa að sjá hann. Kom þá í ljós að hann þekkir Alice sem er nýflutt fyrir neðan og hún hafði sagt honum frá partíinu og þá fattaði hann að þetta var sama og ég sagði honum frá. Hann sem sagt mætti en var á leiðinni í annað partí hjá stjörnufræðidoktorsnema. Það partí var í stjörnuskoðunarrýminu í eðlisfræðibyggingunni hérna á kampus. Þeir eru sem sagt með stjörnukíki á 15. hæð ofan þakinu (með svona hvelfingu ofan á.) Doktorsnemarnir hafa lykla og aðgang og fá víst að halda partí þarna. Algjör snilld og frábært útsýni. Vildi að ég hefði verið með myndavél. Fékk að kíkja á nýlegar vetrarbrautir og var mér bent á ýmis stjörnumerki. Vildi að maður þekkti e-a í stjörnufræðinni betur... En já svo var frábært útsýni niður á midtown, sá meira að segja Empire State og aðeins í toppinn á crysler byggingunni, svo sást George Washington brúin mjög vel og Hudson áin og New Jersey bara hérna rétt við. Fór svo aftur í afmælið hjá Karin og var mikið skemmt sér langt fram á nótt.
Svo er það bara Ólafur Ragnar á morgun. Ætli hann nái að toppa helgina?
Hver er Ivor?
Já sorrý hef ég ekki minnst á hann áður? Hann er ári á eftir mér í deildinni, Íri, ágætisvinur minn. Á systur sem býr einmitt á Íslandi...
Er hann saetur og skemmtilegur? :)
Að sjálfsögðu Guðbjört, en bara til að koma í veg fyrir e-n misskilning þá er hann bara vinur minn.