Ragna í New York

4. september 2008

Rokk og ról

Er búin að vera í NYC frá því á sunnudagskvöld. Flugið var ágætt en ég get ekki sagt það sama um shuttle-ið sem ég tók af vellinum. En já allt endaði nú samt ágætlega.

Það nýjasta í fréttum er að ég flutti í nýja skrifstofu og sem er miklu rýmri þrátt fyrir að við erum enn 5 í henni. Svo erum við með glugga líka með gott útsýni yfir á Riverside Church. Það munar um það að vita hvort það sé rigning eða sólskin, bjart eða dimmt.

Festi líka kaup á Rock band leiknum á þriðjudaginn. Rachel kom með mér og við drösluðum þessu til baka þessar fjórar götur sem þurfti að labba. Þeir sem ekki vita þá fer talsvert fyrir þessum leik þar sem það er einn gítar og trommusett innifalið í pakkanum (ásamt hljóðnema.) En þetta er ofsalega gaman :) Við Rachel og Mladen stofnuðum síðan band sem heitir Stat Nerds og ætlum við að ná heimsyfirráðum. Enn sem komið er erum við bara fræg í New York, Boston og Chicago en þar sem við unnum okkur inn þessa fínustu rútu þegar við hættum síðast þá held ég að frægðin bíði okkar bara ;) En já fínasti partíleikur, mjög erfitt að hætta.

Næst á dagskrá er svo bara skólinn. Stundataflan mín öll að koma til. Prófessorinn sem ég er að aðstoða er nýr og hinn nemandinn sem aðstoðar er líka ný þ.e. fyrsta árs doktorsnemi. Þ.a. ég fæ að vera reynsluboltinn í námskeiðinu, þ.e. ég er sú eina sem veit hvernig allt virkar hjá Columbia.

Svo voru að koma fréttir um það að 11. september verður fundur hér á kampus með John McCain og Barack Obama. Þetta verða ekki rökræður en samt víst einn af fáum fundum þar sem báðir taka þátt í fram að forsetakosninum. Eingöngu nemendur við skólann geta fengið miða til að mæta á fundinn og það verður víst lotterí sem maður þarf að skrá sig í á morgun. Veit ekki um neinn sem ætlar ekki að skrá sig :)

Svo kemur víst Ólafur Ragnar Grímsson í heimsókn 22. september og talar um Clean Energy and Human Capital: Iceland- The Laboratory
Small States in Global Development . Þannig að ég þarf að skrá mig fyrir þann fund líka. Þarf maður ekki að sjá forsetann sinn þegar hann kíkir í heimsókn í skólann manns.

Þann 06 september, 2008 10:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ekki spurning að fara og hitta Óla forseta. :)
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)