Ragna í New York

27. september 2008

Hver var fyrsti varaforseti í USA sem var kosinn forseti USA?

Tími á póst. 
Ólafur Ragnar Grímsson kíkti í heimsókn á mánudaginn. Hann stóð sig bara mjög vel kallinn. Meira að segja ég verð að viðurkenna það. Allir "útlendingar" sem ég hef talað við og sáu hann voru mjög hrifnir. Hann kann þetta kallinn. Kíkti svo á kokteilboðið til heiðurs honum á eftir og svo með íslensku krökkunum á indverskan stað(inn).

Tók þátt í spurningakeppni á bar einum hér í nágrenninu (trivia night) svaka skemmtun en ég verð nú að viðurkenna að  ég hjálpaði nú ekki mikið til þó ég nátla viti svar og svar. Stundum er erfitt að vera ekki frá Bandaríkjunum og vita allar þessar gagnlausu innanlands staðreyndir. Annars fór ég á þetta með Meha og e-u liði úr spænskudeildinni hérna, mjög hresst lið og að ég held allir strákar á svæðinu að reyna við Meha. Haha. Annars er planið að kíkja aftur með Rachel í næstu viku. Þetta er nefnilega svo rosalega gaman og maður er svo mikill "team player" ;)

Annars er ég loksins að fara að kíkja á fossana hans Ólafs Elíassonar að kvöldi til. Langar að sjá hvort þeir skáni eitthvað lýstir upp :) Meha ætlar með mér og við ætlum að smakka á pomegranate margarítunni sem ég fann á stað þarna niður í South Street Seaport. Alveg sú besta sem ég hef smakkað í langan tíma (fyrir utan kannski á Bubba Gump - ekki spyrja hvað ég var að gera þar.)

Svo þarf ég að klára að þvo þvott og fara yfir heimadæmi þessa helgina. Af skólanum er það að frétta að ég er að verða alveg vitlaus yfir kúrsinum sem ég er TA í. Held ég hafi aldrei haft jafnlitla þolinmæði og það er orðið svo að þegar ég sé email frá nemendum þá kemst ég í vont skap og bara les þau ekki neitt (meðaltal 5 á dag giska ég á.) Ég samdi voðalangt bréf með reglum yfir heimadæmaskil eftir að hafa fengið ofan í kok af yfirgangi og tilætlunarsemi í þessum nemendum. Ég meina hefði e-m ykkar dottið í hug að fara á ráðstefnu og skila heimadæmum 5 dögum of seint og senda þau síðan í tölvupósti eftir að þið komuð heim og ætlast til þess að kennarinn þegi þunnu hljóði.

Þann 27 september, 2008 16:33, sagði Blogger Unknown...

Ragna mín það er greinilegt að þú ert búin að búa erlendis í töluverðan tíma og hefur misst samband við íslenska málfræði. ;)
Það er Ólafs en ekki Ólafar og svo þegir maður þunnu hljóði. :D Ég bara varð aðeins að leiðrétta, þú veist að ég er í fríi og hef engan að leiðrétta. :D
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 27 september, 2008 18:33, sagði Blogger Ragna...

Held það sýni meira hversu mikið ég var að flýta mér og að ég nenni ekki að lesa yfir póstana mína. Mér fannst einmitt þagi líta eitthvað skringilega út en pældi ekkert meira í því. Búin að leiðrétta sem sagt ;)

 
Þann 28 september, 2008 17:11, sagði Blogger Unknown...

Ég var nú ekkert að leiðrétta talmálið. :D

 
Þann 29 september, 2008 01:00, sagði Blogger Hákon...

Mér finnst íslenskan þín mjög góð!
Já stóð hann Óli sig vel?
Mér finnst hann oft halda góðar ræður en að sama skapi er ég ekki sérstaklega hrifinn af honum sem forseta.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)