Ragna í New York

21. júlí 2007

Harry Potter

Var að fá sjöundu bókina í hendurnar. Takk m&p ;)
Eins gott ég var að setja í þvottavélina - það hefði sko frestast ef ég hefði ekki verið búin að því.
Svo er bara að byrja að lesa...

Þann 21 júlí, 2007 08:50, sagði Blogger Valla...

Er einmitt líka komin með eintak. Spurning um að sleppa reunioninu og lesa bara? ;)

 
Þann 21 júlí, 2007 10:44, sagði Blogger Ragna...

spurning, þú getur nátla bara mætt með bókina heim til mín og við getum lesið milli þess að kíkja út á Miklatún og sjá hvernig leikarnir ganga ;)

 
Þann 22 júlí, 2007 10:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

:D 6.X hefði sko ekki rúllað þessu svona upp án ykkar!!! :D takk fyrir í gær :)

 
Viltu tjá þig?

19. júlí 2007

Hjálp!

Sit á skrifstofunni að borða frostpinna í boði Helgu. Þetta er svona ávaxtahlunkur þ.e. efri helmingurinn er gulur ananashlunkur og neðri helmingurinn er gamli góði græni hlunkurinn.

Spurningin sem ég er að velta fyrir mér er hvaða bragð er af grænum hlunki? Bragðið líkist ekki neinum ávexti sem ég man eftir og það pirrar mig óskaplega að vita þetta ekki.

Svör óskast.

Þann 19 júlí, 2007 13:29, sagði Blogger Unknown...

Bragðið af grænum hlunki er grunnbragð (axiom). Það er að segja, bragðið er: græns hlunks bragð.

Íhíhíhíhí.

 
Þann 20 júlí, 2007 05:50, sagði Blogger Ragnhildur...

Hvað segir innihaldslýsingin?

 
Þann 20 júlí, 2007 07:12, sagði Blogger Ragna...

ég vildi fá álit sem eru ólituð af vitneskjunni um innihaldslýsinguna...
heldurðu að ég hafi ekki kíkt á innihaldslýsinguna áður en ég spurði?

 
Þann 20 júlí, 2007 08:16, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

Það er klárlega pistasíubragð! (eins og af hnetunum)

 
Þann 20 júlí, 2007 11:24, sagði Blogger Ragna...

Siggi ekki eyðileggja - bannað að kíkja á innihaldslýsinguna

 
Viltu tjá þig?

16. júlí 2007

The Greatest Place in the World...

I've been here in Iceland since July 1st. During that time it has rained once. The weather has been really great for the last 4 weeks here and people are actually getting worried that the grass and plants will need some extra water (people usually don't have to water their garden.) The temperature has been around 18-20° C (around 70°F) which is perfect especially when there's no wind. Every lunchtime I go downtown with my friends to have lunch and get some sun ;)
I've been really enjoying myself - gone camping 3 times, gone swimming several times, spent evenings during the week in the countryside with my family, I forgot my sunscreen in NYC so at one point I burned really badly. I've been downtown clubbing with friends which is amazing because it doesn't really get dark here this time of year. Same thing about the camping - you can stay up all night and have fun without any extra light.
Sooooo, who needs to live anywhere else than in Iceland when the weather is like that.

Þann 17 júlí, 2007 18:54, sagði Anonymous Nafnlaus...

the weather is chancing ;-)

 
Viltu tjá þig?

6. júlí 2007

Hér á undan

Ég tek það fram að næsti póstur hér á undan átti að koma á eftir hinni ferðafærslunni. Þess vegna er byrjunin eins og hún er - nennti bara ekki að breyta henni.
Vil einnig taka fram að þó að ekkert merkilegt hafi komið fram í færslunni þá lít ég á þetta blogg sem dagbók að vissu leyti. Amk finnst mér mjög gaman að lesa gamlar færslur og sjá hvað ég var að bardúsa fyrst þegar ég flutti út til New York borgar. Svo verður maður að hafa eitthvað fyrir ókunnuga til að lesa. Sjálfri finnst mér einmitt svo gaman að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Eitthvað verður maður að gera fyrir villuráfandi sauði sem lesa bloggið mitt svo þeir viti eitthvað um mig ;)

5. júlí 2007

Síðast þegar ég skildi við ykkur þá vorum við Ragnhildur að leggja af stað frá Íþöku. Margt búið að gerast síðan þá - ætla að reyna að stikla á því helsta.
Byrjuðum á að keyra til New Jersey þar sem okkur var boðið í útskriftarveislu - það markverðasta í þeirri ferð var ferðin á IHOP(International House of Pancakes) þar sem við skiptumst á að fara á klósettið til að skipta um föt og Ragnhildur fékk áfall þegar hún sá pönnukökudiskinn sinn.
Eftir útskriftarveisluna héldum við svo áfram til Siggu til að skila bílnum. Daginn eftir var sunnudagur og þar sem Harold átti erindi til New York borgar þá skutlaði hann okkur Ragnhildi uppeftir. Kristín Edda koma með og átti skemmtilegan eftirmiðdag með okkur Ragnhildi í borginni á meðan pabbi hennar var að sinna vinnunni sinni. Um kvöldið þegar þau voru að snúa aftur þá fengum við Ragnhildur far niður í bæ og skelltum okkur í bíó á Shrek 3.
Á mánudeginum fórum við á Damien Rice tónleikana í Radio City sem voru alveg frábærir. Við vorum mættar frekar snemma og kíktum því í kjallarann þar sem Women's Lounge er. Alveg ótrúlega flottur staður - mæli með að allar stelpur sem fara í Radio City kíkji í Women's Lounge ;) Fyrr um daginn höfðum við hitt Nikkitu niðri í Soho og áttum mjög skemmtilegan dag þar. Á þriðjudeginum kíktum við Ragnhildur til Petu frænku og fórum með henni niður í Battery Park þar sem við tókum ferjuna yfir í Ellis Island. Planið var að athuga hvort við fyndum e-r gögn um það þegar lang-langamma mín flutti hingað með börnum sínum. Það eina sem við komumst að var að hún getur ekki hafa komið þarna í gegn því árið sem hún flutti var ekki búið að byggja Ellis Island.
Nú ætla ég bara að stikla á stóru (restin er skrifuð í dag 5. júlí 2 vikum á eftir því sem er hér á undan)
Daginn eftir kom Ragna svo í heimsókn. Eftir ævintýralega ferð til Brooklyn að ná í pakka frá Fedex (þeir eru ekki alveg að fatta að það er ástæða fyrir því að maður kaupir heimsendingu) þá hittum við Rögnu úti á velli. Um kvöldið fórum við á Hairspray á Broadway sem var rosalega gaman. Á föstudeginum fattaði ég það 5 mín áður en ég lagði af stað með stelpunum niður í bæ að ég átti að mæta upp í skóla í ráðgjafatímann minn. Endaði á því að hitta stelpurnar niðri í SoHo. Við fórum svo í siglingu um höfnina í New York sem var voðagaman. Reyndar var okkur ekki saman þegar við komum að frelsisstyttunni og allir (nema við nátla) þustu hinum meginn í bátinn þ.a. hann næstum fór á hliðina. Við fórum í BBQ hjá deildini minni á laugardeginum ásamt því að kíkja á djammið niðri í bæ. Ég er ennþá að hlægja að gaurnum sem tók körfuboltasporin ;) Á sunnudeginum fórum við í brunch á stað sem heitir The Slaughtered Lamb - haha við vorum einu sem þorðum á staðinn. Annars löbbuðum við niður Greenwich Village og Tribeca og enduðum svo hjá Ground Zero og svo í Battery Park. Héldum þá upp Broadway aftur og fórum í Chinatown. Um kvöldið kíktum við svo í bíó á myndina Once - svona nútímaleg söngvamynd og var bara ágæt miðað við engar fyrirfram væntingar. Á mánudeginum (sem var frídagur í USA) fórum við í Central Park og náðum að leigja okkur reiðhjól. Fólk var misduglegt á hjólinu en við komumst nú allar saman hringinn. Þetta var alveg voðagaman þó að næst vilji ég finna almennileg hjól. Eftir það kíktum við í Victoria Secret - tókum okkur dágóðan tíma þar. Reyndar vorum við svo spurðar þrisvar sinnum eftir þetta hvar búðin væri - allir útlendingar greinilega óðir í Victoríu ;) M.a. einu sinni þegar við vorum rétt búnar að stíga út úr lyftunni sem tók okkur upp í Top of the Rocks (frábært útsýni yfir alla borgina). Þriðjudag fórum við svo og kíktum aðeins á Harlem við mikla eftirtekt alla gauranna sem vinna á 125th St. Kíktum svo niður á South Streat Seaport þar sem Bodies the exhibition er staðsett. Mæli svo sannarlega með að fólki kíki - þetta er ekkert svo ógeðslegt ;) Ragna fór svo heim seinna um daginn og skildi okkur Ragnhildi eftir einar. Meha var einmitt að flytja út þennan sama dag þ.a. við vorum svo sannarlega eftir einar í kotinu.
Fyrir utan allt þetta fórum við að sjálfsögðu í allar búðir á svæðinu eins og sönnum Íslendingum sæmir.

Talandi um það að Meha sé flutt- eins og er bý ég víst ein í íbúðinni og vegna e-a fáránlegra reglna hjá Columbia þá má enginn vina minna skipta um íbúð og flytja inn. Þ.a. í lok sumars mun ég líklega fá e-n nýjan meðleiganda sem vonandi verður í fínu lagi en ég hef enga tryggingu fyrir því að þeir verði heilir á geði... vonum bara hið besta.

Já restina af dvöl Ragnhildar þá var hún voða góð og hjálpaði mér að þrífa íbúðina hátt og lágt og svo breyta herberginu mínu. Jámm herbergið er sem sagt gjörbreytt - allt komið á annan stað og ég er komin með herðatré í fataskápinn þ.a. nú er allt fínt hjá mér. Reyndar gerðum við nú eitthvað meira (verið alveg róleg ég læt ekki alla gesti þrífa hjá mér - bara suma). Við fórum í bíó á Knocked Up sem er alveg brilljant mynd. Svona rómantísk gamanmynd með áherslu á gamanmynd. Á laugardeginum fór svo Ragnhildur heim til Íslands og ég fór beint í heimsókn til Siggu og fjölskyldu.

Þar dvaldist ég til fimmtudags (7. júní) og hjálpaði aðeins við að passa og sækja Stefán í skólann ásamt því að kíkja á little-league hafnaboltaleiki hjá Stefáni. Á fimmtudagsmorgun fékk ég svo bílinn hennar Siggu í láni og keyrði til NYC út á flugvöll og náði í Katrínu vinkonu sem var að koma í vikuheimsókn. Þá tók við nýtt túristabrjálæði ásamt bílastæðabrjálæði sem stóð í rúma viku. Við brölluðum ýmislegt saman við Katrín, fórum m.a. í Empire State og flughermi með Kevin Bacon, fórum í The Beast sem er 30 mínútna hraðbátsferð að frelsisstyttunni. Röltum um Central Park með Siggu og fjölskyldu, fórum á þriðju Pirates myndina. Röltum um China Town og keyptum derhúfur og mislöglega DVD diska (Knocked Up - hún var góð! og Ocean's Thirteen). Skruppum í Six Flags skemmtigarðinn með Ivor og Mladen vinum mínum. Við nutum rússíbananna alveg í botn og enduðum með tveimur ferðum í fremstu röð í risastórum og löngum og hröðum rússíbana. Núna ætla ég aldrei í skemmtigarð án þess að vera í fremstu röð. Það er algjörlega toppurinn. Fórum á Eþíópískan veitingastað með Katrínu og fékk ég þess heiðurs aðnjótandi að hlusta á hana tala amharísku (e. Amharic er það rétt Katrín?). Síðasta heila daginn sem Katrín var hérna fórum við svo á Beauty and the Beast á Broaday sem var bara rosalega gaman. Æðislega flott leiksvið stendur upp úr í minningunni.
Eftir að Katrín fór á fimmtudeginum (14. júní) þá var ég samt ekki ein. Meha var komin aftur og fékk að gista í íbúðinni minni (hahahah minni ekki sinni). Ég fór svo með henni, Brian og tveimur vinkonum hennar á rússneskan vísindatrylli í bíó sem heitir Daywatch. Þetta var annar hluti í þríleik en ég sá einmitt fyrsta hluta á DVD kvöldið/morguninn áður. Það sem að gerðist beinlínis er að allt sem gerðist í fyrstu myndinni varð að engu og samtals gerðist ekki neitt í báðum myndunum... enduðum annars á að borða á búrmískum stað rétt við St. Mark Place.

Á laugardagsmorguninn rúllaði ég svo af stað til Völlu í Princeton. Hún var grasekkja (ég má nota það orð ekki satt?) þar sem við brölluðum ýmislegt saman. Fórum m.a. á kanó út í á (Valla laug að köllunum að ég væri reynd) og svo kíktum við í búðir og á karnival þar sem ég fyllti út miða og fékk því þetta símtal um daginn þar sem mér var tilkynnt um vinning (hvað segir það að Valla hafi fengið alveg eins símtal nokkrum dögum seinna?). Í karnivalinu var hægt að klappa fullt af dýrum, fara á úlfalda og fílabak, sjá furðudýrasýningu með 5fættu lambi, svíni með mannafætum, úlfadreng, mínikú og eitthvað fleira sem ég man ekki en kannski Valla man. Eftir langan aðdraganda og erfiða ákvörðunartöku kom Valla svo með mér til Delaware um kvöldið. Daginn eftir var svo grillveisla og kleinubakstur í tilefni sautjánda júní. Það leið nánast yfir mig af ammóníakeitrun þar sem út í kleinudegið fóru nokkri klumpar af hjartasalti sem náðist ekki að hrærast út (prófið að borða klump af hjartasalti e-n daginn!!). Við Valla höfðum reyndar stolist aðeins út í King of Prussia fyrr um daginn þar sem við vorum duglegar að gera ekki of mikið af góðum kaupum...
Fengum svo skutl hjá Harold til baka til Princeton þar sem Valla fór að gefa kisu að borða og ég hélt áfram með næstu lest til NYC.
Þetta voru sem sagt lokin af mínu langa sumarfrí þar sem meira fór fyrir túristaferðum og skemmtilegheitum heldur en eiginlegri vinnu sem ég að sjálfsögðu átti að vera að sinna líka. En nóg um það, myndir koma vonandi upp síðar - ég tók þær amk með til Íslands þ.a. ég á möguleika á að setja þær inn í júlí. Þangað til bendi ég á síðurnar þeirra Katrínar og Ragnhildar. Flest allt sem mun koma á minni myndasíðu er nú þegar á þeirra síðum ;)

Þann 05 júlí, 2007 14:29, sagði Blogger Unknown...

Þetta var langt en skemmtilegt. Það hefur greinilega verið mikið að gera hjá þér. Þetta hljómar líka rosalega gaman, :)
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 05 júlí, 2007 16:01, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

váá hvað þú hefur verið upptekin!!

Heyri í þér fljótlega!

 
Þann 06 júlí, 2007 06:25, sagði Blogger Ragnhildur...

Mér finnst samt ótrúlegast að þú hafir klárað allan matinn þinn á pönnukökustaðnum

 
Þann 06 júlí, 2007 07:08, sagði Blogger Ragna...

haha Ragnhildur - ég er búin að kommenta á myndina þú færð ekkert að komast upp með svona sögufalsanir!
Ég vil taka það fram að ég fékk eina litla french toast en Ragnhildur fékk 7 stórar pönnukökur - af því ég hafði vit á því að panta ekki meira - græðgin issssssssss

 
Þann 06 júlí, 2007 11:14, sagði Blogger Hákon...

Haha deja vu! Ég fékk einmitt líka svaðalegt áfall þegar ég fékk morgunverðar pönnukökur á IHOP. Síðan áttaði ég mig á því að þetta var ekki grín þegar ég áttaði mig á meðalrúmmáli gesta staðarins!

 
Viltu tjá þig?

3. júlí 2007

Back in Iceland

I'm in Iceland right now - will go back to NYC in August.
The weather here is absolutely beautiful and has been since I arrived on Saturday at 11:30PM. Right now it's a few degrees below the temperature in NYC - not bad.
I'll be doing some work at University of Iceland and I got an office with a window! It actually has a view over downtown Reykjavik which is nice.
Since I arrived I've gone with the family to look at summerhouses, gone biking, had icecream (twice!) and had great birthday dinner with Ragnhildur. Hopefully I'll manage to go swimming soon.
I'll try to report about my stay here but otherwise you can hear all about it this fall when I'm back in the US.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)