Hjálp!
Sit á skrifstofunni að borða frostpinna í boði Helgu. Þetta er svona ávaxtahlunkur þ.e. efri helmingurinn er gulur ananashlunkur og neðri helmingurinn er gamli góði græni hlunkurinn.
Spurningin sem ég er að velta fyrir mér er hvaða bragð er af grænum hlunki? Bragðið líkist ekki neinum ávexti sem ég man eftir og það pirrar mig óskaplega að vita þetta ekki.
Svör óskast.
Bragðið af grænum hlunki er grunnbragð (axiom). Það er að segja, bragðið er: græns hlunks bragð.
Íhíhíhíhí.
Hvað segir innihaldslýsingin?
ég vildi fá álit sem eru ólituð af vitneskjunni um innihaldslýsinguna...
heldurðu að ég hafi ekki kíkt á innihaldslýsinguna áður en ég spurði?
Það er klárlega pistasíubragð! (eins og af hnetunum)
Siggi ekki eyðileggja - bannað að kíkja á innihaldslýsinguna