Hér á undan
Ég tek það fram að næsti póstur hér á undan átti að koma á eftir hinni ferðafærslunni. Þess vegna er byrjunin eins og hún er - nennti bara ekki að breyta henni.
Vil einnig taka fram að þó að ekkert merkilegt hafi komið fram í færslunni þá lít ég á þetta blogg sem dagbók að vissu leyti. Amk finnst mér mjög gaman að lesa gamlar færslur og sjá hvað ég var að bardúsa fyrst þegar ég flutti út til New York borgar. Svo verður maður að hafa eitthvað fyrir ókunnuga til að lesa. Sjálfri finnst mér einmitt svo gaman að lesa blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Eitthvað verður maður að gera fyrir villuráfandi sauði sem lesa bloggið mitt svo þeir viti eitthvað um mig ;)