Loksins loksins
kominn snjór. Hef reyndar aldrei séð svona snjó áður. Snjórinn er svo fínn að hann er eins og sykur. Getið þið ímyndað ykkur hvernig það er að labba á götum sem eru fullar af sykri?
Er annars rétt að jafna mig eftir veikindi. Tókst að veikjast nóttina eftir að hafa skrifað síðustu færslu og komst því aldrei á Ampop. Í alveg þrjá heila daga var ég með hita á milli 101 og 102 F (milli 38.3 og 38.9 C). Var því í hálfgerðu móki þessa þrjá daga en er nánast alveg búin að ná mér eftir það. Reyndar nóg af uppsafnaðri vinnu - t.d. kenndi ég ekki þessa viku þó reyndar hafi verið kennt fyrir mig annan daginn.
Læt heyra í mér síðar með vonandi lengri færslu þegar eitthvað markvert gerist.
Finally there's snow on the streets. Actually I've never seen snow like that before. It's so fine it's like sugar. Can you imagine walking on streets full with sugar?
I'm just getting better from being sick. Managed to get sick the night after I wrote last post and thus I never managed to see the great Icelandic band Ampop. I had fever for three whole days, a fever between 101 and 102 F. Thus I was kind of out of it those three days but I'm almost myself again now. Actually pleanty of work waiting for me - I didn't even teach my class the week I was sick.
I'll stop by again soon with hopefully a longer post, when something noteworthy happens.
Oh, en ömurlegt. Ég var einmitt veik alla síðustu helgi.