Ragna í New York

4. febrúar 2007

Kúbversk stemning og Superbowl

Kominn tími á smá fréttir.
Tókst að næla mér í kvefskrattann sem er að ganga hérna á svæðinu þessa dagana. Eina góða(?) sem kom upp úr því er að ég uppgötvaði að fjórar stærstu stöðvarnar hérna leyfa manni að horfa á þættina sína á netinu. Einkar þægilegt þegar maður er veikur.
Hitti Völlu og Geir á laugardagskvöldið og fór í mat með þeim á kúbverskan stað. Reyndar annað skiptið á 2 vikum sem ég kíki á þennan stað (reyndar á tveimur mismunandi stöðum í borginni) - en góður matur . Þetta var voðafínt - stórhljómsveit og allt að spila og tvö pör að dansa á dansgólfinu. Ég hefði kannski átt að vera duglegri að hvetja Völlu 0g Geir áfram.
Eftir að hafa kvatt þau á Times Square fór ég áfram niður í East Village og hitti nokkra krakka úr skólanum. Planið var að kíkja á hann Anthony, sem vinnur í deildinni hjá mér, en hann syngur í alveg hreint ágætri hljómsveit hér í borg. Áhugaverð hljómsveit, þrír japanir og svo Anthony sem er frá Puerto Rico. Japanarnir spila rokk og Anthony er meira svona í hiphop. Þetta var annars mjög flott hjá þeim - ég verð að kíkja aftur.
Á leiðinni niður í bæ var ég stopp frekar lengi á einni lestarstöðinni og gat virt fyrir mér líf nokkurra rotta. Ég sá eina stóra , eina litla og eina dauða. Fannst samt frekar óhuggulegt þegar þessi litla ætlaði að fara að narta í þá dauðu - enda var hún greinilega á sömu skoðun og ég. Tók annars eftir að það virtist vera ótrúlega mikið af littlum AA batteríum þarna á víð og dreif. Var að pæla hvort batteríum væri hent þarna til að drepa rotturnar eða hvað - fannst þetta alveg stórfurðulegt...
Í kvöld kíkti ég svo í Íslendinga Superbowl partý. Spurning hvort því íslenska svipi eitthvað til bandarísks partýs. Frábærar móttökur enda alltaf gaman að hitta Íslendinga hérna.
Á þriðjudagskvöldið er planið (amk ennþá) að kíkja á Ampop spila á Piano's. Á ekki von á neinu öðru en góðu kvöldi. Meira um það síðar.

Last week:
Managed to catch the cold that's been going around here. At least I discovered all those channels that let you watch their prime time shows online. Really nice when you're sick.
Met Valla and Geir on Saturday evening and took them to a Cuban restaurant. Good food and a large band playing. There were even a couple of people dancing on the dance floor. Maybe I should have encouraged Valla and Geir...
After saying goodbye to them I went down to East Village and met few friends from school. The plan was to go see Anthony, from my department, sing but he's in a great band. It was great and I'll definitely go again to see them perform.
On my way downtown I got to take a closer look at the life of few rats. One was big, one was small and one was dead. Kind of creepy though when the small one was going to bite the dead one - obviously it came to the same conclusion as I did. The strange thing though was all the AA batteries all over the track. Was wondering if they were dumped there to kill the rats ... if anyone knows the answer, please tell me.
Tonight I went to an Icelandic Superbowl party. I'm wondering if it is in any way similar to the American version? But anyways, great hosts. Always nice to meet the Icelanders around here.
This Tuesday my plan is to go see Ampop perform at Piano's. I'm expecting a great evening. More on that - later.

Þann 05 febrúar, 2007 11:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

vá! hljómar mjög vel - góða skemmtun á ampop, verður örugglega þrusustuð! :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)