Ragna í New York

2. mars 2006

iTunes

Ég kaupi annað slagið sjónvarpsþætti hjá þeim.
Ágætt meðan maður var ekki með sjónvarp - ennþá ágætt eftir að maður er kominn með sjónvarp.( og kemst ekki til að horfa á uppáhaldsþáttinn sinn, lesist LOST)
Á núna alveg fullt af sjónvarpsþættum.
Tók eftir núna þegar ég er að hala niður Lost að það er hægt að kaupa stuttmyndir líka - núna er sérstaklega verið að auglýsa stuttmyndir sem eru tilnefndar til óskarsverðlaunanna. The Last Farm var á meðal þeirra - fannst ég kannast eitthvað við kallinn á myndinni svo ég skoðaði þetta nánar - var þetta ekki bara íslenska stuttmyndin síðasti bærinn.
Svona verður maður útúr þegar maður býr í einhverri borg, langt í burtu frá Íslandi - veit bara ekki neitt. Ég hafði planað að horfa á Óskarinn á sunnudaginn - nú verð ég að kanna hvenær stuttmyndaverðlaunin verða veitt - ekki vil ég missa af því ef Íslendingur fær verðlaun. Á hann einhverja möguleika? Ég bíð spennt.

Þann 03 mars, 2006 13:21, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ekki hefur nú mikið farið fyrir umræðu um þessa mynd hér á Íslandi heldur. Ég vissi ekki einu sinni af því að íslensk mynd væri tilnefnd til Óskarsverðlauna og mér finnst ég nú fylgjast ágætlega með.
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 03 mars, 2006 13:30, sagði Blogger Ragna...

ok þá líður mér betur því ég hélt að ég fylgdist ágætlega með (mbl.is)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)