Ragna í New York

1. mars 2006

Stalling time...

Það fer að líða að heimferð - bara 9 dagar.
Ég er farin að bíða spennt, enda orkan alveg að hverfa.
Vona að ég komi endurnærð tilbaka og klári önnina með stæl.
Við vorum að fá upplýsingar um sumarið sem er framundan. Deildin mun styrkja okkur ef við tökum sumarkúrsa og er ég að pæla í að gera það. Þetta eru þá tveir kúrsar um eitthvað takmarkað efni sem gestakennarar (frá Rutgers og Berkeley) munu kenna. Mér líst bara ágætlega á þetta. Ég get því lært á fullu fyrir prófin mín í lok ágúst - prófin sem munu veita manni mastersgráðuna. (Reyndar var ég að heyra að við fáum M.Phil sem er meira heldur en M.A.).

Að öllum líkindum mun ég fá nýjan meðleigjanda í sumar þar sem Meha mun líklegast ekki vera í borginni. Spurning hvernig það verður, vona að ég verði jafnheppin og ég hef verið hingað til.

Annars er ég að bíða eftir að hitta nemendur mína - er víst með viðtalstíma frá 8.30 - 9.30. Mishressandi að hitta þá - reyndar alltaf einn sem kemur mér í gott skap. ("Hello professor", "Goodbye professor", "How are you professor?", "Can you explain this to me professor?".)

Þann 02 mars, 2006 06:45, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vá, það er nú eitthvað annað en nemendurnir hérna heima á Íslandi!!

 
Þann 02 mars, 2006 09:51, sagði Anonymous Nafnlaus...

Er ekki aðeins of fullorðinslegt að láta kalla sig prófesór?

Hlakka til að sjá þig!

 
Þann 02 mars, 2006 10:36, sagði Blogger Ragna...

nja - ekki eins og ég biðji hann um að kalla mig þetta
gaurinn tók upp á þessu sjálfur

 
Þann 03 mars, 2006 11:35, sagði Anonymous Nafnlaus...

ég vil halda því fram að það sé skárra að vera kölluð prófessor en frú Hannesdóttir eins og ég er alltaf kölluð hérna í Austurríki
Lára

 
Þann 03 mars, 2006 13:29, sagði Blogger Ragna...

er það frú en ekki ungfrú?
voðalega er það fyndið - viðurkenni að þá hljómar prófessor mun betur

 
Þann 04 mars, 2006 06:21, sagði Anonymous Nafnlaus...

alltaf Frau, sem sagt Frú, þangað til ég klára gráðuna þá verður það alltaf Frau magister, þá er nafnið mitt alveg gleymt
Lára

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)