Ragna í New York

29. mars 2006

Hreingerningar

Neibb ekki hjá mér.
Hins vegar í New York, amk á Manhattan, þá eru göturnar sópaðar mjög oft. Mín gata er t.d. sópuð tvisvar í viku hvor hlið. Í dag varð ég í fyrsta skipti vitni af götusópun á Amsterdam Avenue, sem er gatan sem skólinn minn stendur við og labba ég hana á hverjum degi. Þetta var hálffyndið, stór vatnssópari keyrði á eftir bíl, sem leit næstum út eins og löggubíll nema á honum stóð "Sanity". Sá bíll keyrði sem sagt á undan með gulum blikkandi ljósum og í hvert sinn sem hann kom nálægt bíl sem var lagt við götuna þá sá maður allt í einu lífsmark og bíllinn á burtu. Mér finnst þetta hálfótrúlegt hversu vel þetta gekk - sé ekki fyrir mér að allir Íslendingar biðu í bílunum eftir að götusóparinn kæmi, bara til þess að vera ekki fyrir.

Þann 31 mars, 2006 06:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvað ætli göturnar séu hreinsaðar oft í Reykjavík? Tvisvar á ári?
Það eru reyndar færri sem búa hérna þannig að það hlýtur að þurfa að taka minna til... býst ég við

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)