Nú er brjáluð vika senn á enda. Hef ekki haft tíma í neitt frá því að ég kom til baka.
Það var frábært að stoppa aðeins á Íslandi í stuttum dráttum er ferðasagan svona:
Lagði af stað frá NYC föstudaginn 10.mars og fór í til systur minnar - hitastig í NYC yfir 20 gráður C
Kom til Íslands laugardagsmorgun - tók frændsystkin mín (Stefán Helga og Kristínu Eddu) í leikhús á Ronju ræningjadóttur um daginn
Laugardagskvöld fengum ég, Siggi og Helga dýrindismáltíð hjá Guðbjörtu og Árna - ég get ekki hætt að hugsa um súkkulaðikökuna - er hægt að fá uppskriftina? Eftir það fórum við Guðbjört og Helga niður í bæ í partí hjá Óperukórnum.
Sunnudag fór upp í Borgarnes og hitti ættingja mína í móðurætt - við vorum að hittast til að minnast ömmu minnar Ragnheiðar sem hefði orðið 100 ára mánudagiinn 13. mars 2006.
Mánudagur fór í að hjálpa til við að hafa allt tilbúið fyrir matarboð fyrir ættingjana á mánudagskvöldinu
Þriðjudag vaknaði ég mjög seint fór og kíkti á nýja hjólhýsið sem pabbi var að kaupa og fór svo út að borða á Tapas barnum með Ragnhildi, Rögnu, Emilíu og Katrínu. Frábær matur og takk fyrir kvöldið stelpur!
Miðvikudag vaknaði ég líka seint, kíkti aðeins niður í bæ og upp í VÍS og fór síðan út á flugvöll og beint til Baltimore.
Eftir það var ég hjá systur minni fram til laugardags, Margrét skrapp í heimsókn á föstudeginum og var okkur svo skutlað til New York á laugardeginum.
Á þriðjudag var svo miðannarpróf í líkindafræði/mál og teg og einnig þurfti ég að skila inn heimaverkefni þann dag. Á miðvikudag þurfti ég að skila inn tveimur heimaverkefnum, í gær yfirförnum heimadæmum fyrir bekkinn sem ég sé um og í dag öðru heimaverkefni. Þannig að skólinn er allur kominn á fullt aftur.
Ásamt þessu öllu saman skráði ég mig í Blockbuster online. Það er eins og Netflix ef fólk veit hvað það er, þú borgar ákv. upphæð á mánuði og færð að hafa 1,2 eða 3 DVD diska frá þeim til að horfa á (fjöldi fer eftir því hversu mikið þú borgar). Þú mátt svo hafa diskana eins lengi og þú vilt svo framarlega sem þú borgar alltaf mánaðarlega gjaldið. Þetta er voða einfalt og maður fær diskana senda í pósti og hendir þeim svo til baka í póstkassann þegar maður er búinn að horfa á þá. Mér brá svolítið því ég skráði mig á þriðjudag og fékk fyrstu diskana á miðvikudag - góð þjónusta þar á bæ. Svo er það ekki slæmt heldur að innifalin er ein ókeypis leiga á viku beint úr videoleigunum þeirra, þ.a. ef manni dettur allt í einu í hug að horfa á einhverja mynd strax um kvöldið þá getur maður farið á vidoleiguna og þarf ekkert að borga extra.
Er víst annars að fara í hádegismat á eftir með tilvonandi stúdentum í prógramminu mínu. Veit ekkert nánar, bara að það eru einhverjir, sem hafa fengið tilboð um að koma hingað, sem eru að skoða deildina. Maður segir ekki nei við ókeypis hádegismat ;)
Hvað ætli göturnar séu hreinsaðar oft í Reykjavík? Tvisvar á ári?
Það eru reyndar færri sem búa hérna þannig að það hlýtur að þurfa að taka minna til... býst ég við