Ragna í New York

14. febrúar 2006

Auglýsingar

Horfði smá á sjónvarpið í dag. Sá meðal annars American Idol, ætla nú ekki að kommenta neitt á það.

Auglýsingarnar vöktu hins vegar athygli mína og þá sérstaklega tvær.
Sú fyrri var auglýsing fyrir Burger King. Á skjánum voru 20 - 30 stúlkur klæddar upp sem, hamborgarabrauð, kjöt, ostur, tómatur, kál og laukur. Osturinn virtist nú vera aðalatriðið en það er kannski aukaatriði í þessari sögu. En já þær dönsuðu um skjáinn á alveg óskiljanlegan hátt og síðan endaði þetta á því að þær renndu sér hver á fætur annarri niður e-a rennibraut og mynduðu hamborgara. Fáránlegasta auglýsing sem ég hef séð.
Síðari auglýsingin var pepsí auglýsing. Í aðalhlutverki voru Jackie Chan og pepsídós. Að sjálfsögðu var Jackie Chan á fullu í bardagaatriðum og sagði pepsídósinni að bakka sig upp. Endaði með því að Jackie Chan flúði og það átti að fara að lúmskra á pepsídósinni. Haldið ekki að sekúndubroti áður en pepsídósin var kraminn þá var henni skipt út fyrir kókdós. Síðan kom rúsínan í pylsuendanum. Leikstjórinn segir við pepsídósina: "Ertu ekki fegin að þurfa ekki að leika áhættuatriðin sjálfur?" Muhahaha. Samt, ég held að þessi auglýsing brjóti í bága við allar mínar hugmyndir um auglýsingabransann: Ekki auglýsa keppinautinn. Þessi auglýsing minnti mann bara á að það væri til eitthvað sem héti kók líka. Sssss.

Í dag er annars Valentínusardagurinn. Blómasalinn sem ég labba framhjá daglega átti bara örfá blóm eftir núna um áttaleytið og annar hver maður sem maður mætir heldur á blómvendi. Ohhhh svo vill enginn gefa mér blóm :(

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)