Auglýsingar
Horfði smá á sjónvarpið í dag. Sá meðal annars American Idol, ætla nú ekki að kommenta neitt á það.
Auglýsingarnar vöktu hins vegar athygli mína og þá sérstaklega tvær.
Sú fyrri var auglýsing fyrir Burger King. Á skjánum voru 20 - 30 stúlkur klæddar upp sem, hamborgarabrauð, kjöt, ostur, tómatur, kál og laukur. Osturinn virtist nú vera aðalatriðið en það er kannski aukaatriði í þessari sögu. En já þær dönsuðu um skjáinn á alveg óskiljanlegan hátt og síðan endaði þetta á því að þær renndu sér hver á fætur annarri niður e-a rennibraut og mynduðu hamborgara. Fáránlegasta auglýsing sem ég hef séð.
Síðari auglýsingin var pepsí auglýsing. Í aðalhlutverki voru Jackie Chan og pepsídós. Að sjálfsögðu var Jackie Chan á fullu í bardagaatriðum og sagði pepsídósinni að bakka sig upp. Endaði með því að Jackie Chan flúði og það átti að fara að lúmskra á pepsídósinni. Haldið ekki að sekúndubroti áður en pepsídósin var kraminn þá var henni skipt út fyrir kókdós. Síðan kom rúsínan í pylsuendanum. Leikstjórinn segir við pepsídósina: "Ertu ekki fegin að þurfa ekki að leika áhættuatriðin sjálfur?" Muhahaha. Samt, ég held að þessi auglýsing brjóti í bága við allar mínar hugmyndir um auglýsingabransann: Ekki auglýsa keppinautinn. Þessi auglýsing minnti mann bara á að það væri til eitthvað sem héti kók líka. Sssss.
Í dag er annars Valentínusardagurinn. Blómasalinn sem ég labba framhjá daglega átti bara örfá blóm eftir núna um áttaleytið og annar hver maður sem maður mætir heldur á blómvendi. Ohhhh svo vill enginn gefa mér blóm :(