Ragna í New York

27. febrúar 2006

Er allt í rugli?

Letihelgi, Forest Gump, Sliding Doors, Domino og Grey's Anatomy voru afrek helgarinnar. Nefnilega róleg vika framundan - kláraði m.a. heimadæmi fyrir þriðjudaginn á föstudaginn var. Þeir sem þekkja mig munu taka andköf við að lesa þetta ;)

Smá könnun í lokin, fékk þær upplýsingar um að linkarnir hérna hægra megin sjást ekki lengur. Núna lítur þetta í fínu lagi út hjá mér svo mig langar að spyrja lesendur hvernig þetta lítur út hjá þeim. Ég vil alveg endilega heyra öll svör, alveg sama hvort síðan sé í lagi eða ekki. Eina skilyrði er að gefa upp hvaða browser/forrit er notað til að skoða síðuna og kannski stýrikerfi líka? Ef hér eru einhverjir lesendur sem ég þekki ekki (glætan spætan ;)) þá endilega svara líka - þið megið meira að segja kommenta nafnlaust eða bara sem Andrés Önd. Eða ekki Andrés Önd heldur einhver skemmtilegur - komið mér á óvart ;)

Þann 27 febrúar, 2006 06:22, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sko linkarnir koma bara fyrir neðan síðustu færslurnar hjá mér. Ég er með internet explorer (varstu ekki annars að spyrja að því?) ;) Er svo lítið inni í svona tölvumálum :)

 
Þann 27 febrúar, 2006 09:40, sagði Anonymous Nafnlaus...

sama hér í Internet Explorer 6.0

að sjálfsögðu líta allar síður vel út í Apple tölvu svo þú sérð þetta ekki : )

 
Þann 27 febrúar, 2006 16:00, sagði Anonymous Nafnlaus...



Ég sé það sama og ég hef alltaf séð.
Ég nota Mozilla Firefox (Windows XP Home).
Kv. Kristín Ásta.

 
Þann 27 febrúar, 2006 16:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ég sé þetta eins og það á að vera. (linkar hægra megin ásamt hinu dótaríinu) Er m. Firefox. (gettu hver ég er)

 
Þann 27 febrúar, 2006 16:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

gleymdi að segja... VÁ.. hvað kom fyrir þig að klára dæmin svona snemma?

 
Þann 27 febrúar, 2006 18:36, sagði Blogger Ragna...

Hmmm það eru nú ekki margir múmínsnáðar sem ég þekki... sérstaklega ekki margir múmínsnáðar sem ég þekki og vita hversu dugleg ég er í alvöru í skólanum

annars virðist það vera sem svo að internet explorerinn er að klikka - og þá nenni ég eiginlega ekki að pæla í þessu lengur

varð annars vonsvikin yfir hversu fáir svöruðu könnuninni - ég nefnilega sé alveg hversu margir koma inn á síðuna og þeir voru sko ekki bara 4 fyrir utan mig
og ég sem gaf fólki tækifæri til að svara nafnlaust ssssshhhhh

 
Þann 28 febrúar, 2006 05:41, sagði Anonymous Nafnlaus...

iss... það kannski var bara þannig að einhverjir ætluðu að svara en sáu svo að einhver var búin að segja akkurat það sem þeir vildu segja. Svo ættirðu kannski bara að vera með skemmtilegri könnun ;)

 
Þann 28 febrúar, 2006 21:21, sagði Blogger Albína...

Hæ Ragnheiður! Ég sé enga linka og er með Win XP og Explorer, kannski er það bara explorerinn sem sökkar?
Ég hef líka séð Burger King auglýsinguna og hún er vægast sagt vitfirrt og truflandi! Annars finnst mér amerískar sjónvarpsauglýsingar almennt frekar slappar...

 
Þann 01 mars, 2006 04:51, sagði Anonymous Nafnlaus...

Er internet explorerinn ekki í fokki vegna "tie breaker" textans, hann er alltof breiður þannig að linkarnir detta út, allavega kemur textinn bak við linkana í firefox.

Btw. er dótið mitt komið?? :)
Og hvaða daga ertu laus þegar þú kemur heim?

 
Þann 01 mars, 2006 18:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

fínt í foxaranum hjá mér en virkar ekki í explorer. Er með XP.
p.s. hlakka til að sjá þig. Tökum góða sveiflu þegar þú kemur, fékk póstinn frá Helgu:-) Og reyndu nú að ráða dulnefnið mitt!!!!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)