Ragna í New York

12. febrúar 2006

Snjóbylur

Það er víst einn versti snjóbylur í manna minnum hérna í New York núna. Las á heimasíðu Columbia að það vantaði bara nokkrar tommur í morgun upp á að það slái metið sem var sett árið 1947. Það er búið að snjóa stanslaust frá því í morgun.

Ég er uppi í skóla og það eru bara tvær manneskjur. Ég fékk komment: "Hvað í fjandanum ertu að gera hérna, þú átt heima 9 götum í burtu!". Ég er sko ekki alveg að fatta - held ég hafi oft labbað í meiri snjó en þetta.

En já - það er allt í lamasessi, Brian kærastinn hennar Meha kemst ekki til New Jersey þar sem bíllinn hans er því rúturnar ganga ekki og það er engin lest þangað um helgar.

Á leið minni hingað sá ég fjórar manneskjur á gönguskíðum (allar í sitt hvoru lagi). Það er eiginlega það fyndnasta - svona ef þú pælir í að þetta er nú einu sinni New York. Ég labbaði í gegnum campus og á stóru tröppunum var fullt af fólki að skemmta sér við að renna sér niður þær.

En já í alvöru, þetta er enginn snjóbylur. Það snjóar jú - en það er amk enginn vindur svo það er ekkert mál að vera úti. Held ég fylgist með fréttunum í kvöld - er forvitin að sjá hvað hinn almenni New York búið segir um þennan snjó.

Þann 13 febrúar, 2006 12:25, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ, hæ

Í fréttunum hér á Íslandi hefur verið sagt frá þessu vonda veðri í New York. Maður hélt að það væri bara allt á kafi og snarbrjálað veður út frá þeim fréttum. Mér var einmitt hugsað til þín í dag. Ég hélt að þú myndir bara vera föst heima vegna veðursins. Þetta eru greinilega stórlega ýktar fréttir, eða í það minnsta ofmetið óveður.
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)