Snjóbylur
Það er víst einn versti snjóbylur í manna minnum hérna í New York núna. Las á heimasíðu Columbia að það vantaði bara nokkrar tommur í morgun upp á að það slái metið sem var sett árið 1947. Það er búið að snjóa stanslaust frá því í morgun.
Ég er uppi í skóla og það eru bara tvær manneskjur. Ég fékk komment: "Hvað í fjandanum ertu að gera hérna, þú átt heima 9 götum í burtu!". Ég er sko ekki alveg að fatta - held ég hafi oft labbað í meiri snjó en þetta.
En já - það er allt í lamasessi, Brian kærastinn hennar Meha kemst ekki til New Jersey þar sem bíllinn hans er því rúturnar ganga ekki og það er engin lest þangað um helgar.
Á leið minni hingað sá ég fjórar manneskjur á gönguskíðum (allar í sitt hvoru lagi). Það er eiginlega það fyndnasta - svona ef þú pælir í að þetta er nú einu sinni New York. Ég labbaði í gegnum campus og á stóru tröppunum var fullt af fólki að skemmta sér við að renna sér niður þær.
En já í alvöru, þetta er enginn snjóbylur. Það snjóar jú - en það er amk enginn vindur svo það er ekkert mál að vera úti. Held ég fylgist með fréttunum í kvöld - er forvitin að sjá hvað hinn almenni New York búið segir um þennan snjó.
Hæ, hæ
Í fréttunum hér á Íslandi hefur verið sagt frá þessu vonda veðri í New York. Maður hélt að það væri bara allt á kafi og snarbrjálað veður út frá þeim fréttum. Mér var einmitt hugsað til þín í dag. Ég hélt að þú myndir bara vera föst heima vegna veðursins. Þetta eru greinilega stórlega ýktar fréttir, eða í það minnsta ofmetið óveður.
Kveðja; Kristín Ásta.