Fékk sjónvarp fyrir bráðum 2 vikum. Sigga Sóley var svo væn að gefa mér gamla sjónvarpið sitt þar sem hún var að fá sér nýtt fínt sjónvarp. Í stofunni er kapall og höfum við Meha lengi velt því fyrir okkur hvort hann virkar. Nú vitum við það - við náum ca. 40 stöðvum, þó kannski bara um 10 séu horfandi á. Annars hef ég lítið gert í því að horfa á blessaða sjónvarpið, hef bara ekki mátt vera að því síðustu vikurnar. Ég kem rétt svo heim til að sofa á virkum dögum.
Nóg af þessu. Á morgun verður partý hér hjá okkur Meha. Ég bauð fólki sem ég þekki og hún sem hún þekkir og nú krossum við fingur og vonum að hópunum komi vel saman. Annars komu vinir hennar í heimsókn frá DC um síðustu helgi, þau Danielle og James. James er mjög opinber hommi og bæði kvöldin sem þau voru hérna fóru Meha og Danielle með honum á hommabar. Ég slóst með í hópinn á laugardagskvöldinu af því að planið var að fara á dragshow. Ég held það sé langt síðan ég skemmti mér jafnvel. Það var bara ein dragdrottning en hún var svo flott og fyndin að ég á bara ekki orð.
Ég var annars mikið að pæla á leið minni í skólann í dag. Ég efast nefnilega um að lesendur þessa bloggs viti hvernig það er að búa í New York. Ég reyndi svona að telja til nokkur atriði sem mér finnst dálítið sérstök.
Allstaðar á gangstéttunum hérna eru söluvagnar. Á morgnana er mjög fínt að kaupa sér kaffibolla og með því og oft hægt að fá ágætismorgunmat á innan við $1.50. Þessir söluvagnar bjóða svo upp á hádegismat sem er bara alveg ágætur og kostar innan við $4. Mæli með því að fólk prófi þessa útisöluvagna þegar það kemur til New York.
Eins og allir vita þá eru gulir leigubílar í New York, "Yellow Cabs". Það sem ekki allir vita er að það eru líka svartir leigubílar. Þessir svörtu leigubílar eru allir eins, held að tegundin sé Lincoln. Hins vegar fattar maður ekki að þetta séu leigubílar en ef þú stendur úti á götuhorni í New York og svartur bíll flautar á þig - þá er hann bara að reyna að vekja athygli á sér. Ein leið til að þekkja þessa bíla er sú að bílnúmerinn þeirra byrja á T og enda á C. Lagalega séð þá má víst ekki veifa svona bíla heldur eru þetta leigubílar sem á að hringja og panta.
Lögreglu-, sjúkra-, slökkviliðs- og leigubílar eru annað hvert farartæki sem maður sér hérna og ef ég heyri ekki í sírenu amk einu sinni á dag þá er eitthvað að.
Það heyrir til undantekninga að maður geti keypt tilbúna samloku (svona eins og sómasamloku) úti í búð. Allsstaðar eru hins vegar svona deli þar sem maður fer og segir hvað maður vill. Þeir sem þekkja mig vita að þegar úrvalið er mikið þá á ég erfitt um val. (Reyndar er úrvalið svo mikið af öllu hérna að stundum dettur mér bara ekki neitt í hug.)
Ætla að hætta núna - verð að fara að sofa svo ég verði hress á morgun. Bæti kannski við listann einhvern tíma seinna.
Sko linkarnir koma bara fyrir neðan síðustu færslurnar hjá mér. Ég er með internet explorer (varstu ekki annars að spyrja að því?) ;) Er svo lítið inni í svona tölvumálum :)
sama hér í Internet Explorer 6.0
að sjálfsögðu líta allar síður vel út í Apple tölvu svo þú sérð þetta ekki : )
Hæ
Ég sé það sama og ég hef alltaf séð.
Ég nota Mozilla Firefox (Windows XP Home).
Kv. Kristín Ásta.
Ég sé þetta eins og það á að vera. (linkar hægra megin ásamt hinu dótaríinu) Er m. Firefox. (gettu hver ég er)
gleymdi að segja... VÁ.. hvað kom fyrir þig að klára dæmin svona snemma?
Hmmm það eru nú ekki margir múmínsnáðar sem ég þekki... sérstaklega ekki margir múmínsnáðar sem ég þekki og vita hversu dugleg ég er í alvöru í skólanum
annars virðist það vera sem svo að internet explorerinn er að klikka - og þá nenni ég eiginlega ekki að pæla í þessu lengur
varð annars vonsvikin yfir hversu fáir svöruðu könnuninni - ég nefnilega sé alveg hversu margir koma inn á síðuna og þeir voru sko ekki bara 4 fyrir utan mig
og ég sem gaf fólki tækifæri til að svara nafnlaust ssssshhhhh
iss... það kannski var bara þannig að einhverjir ætluðu að svara en sáu svo að einhver var búin að segja akkurat það sem þeir vildu segja. Svo ættirðu kannski bara að vera með skemmtilegri könnun ;)
Hæ Ragnheiður! Ég sé enga linka og er með Win XP og Explorer, kannski er það bara explorerinn sem sökkar?
Ég hef líka séð Burger King auglýsinguna og hún er vægast sagt vitfirrt og truflandi! Annars finnst mér amerískar sjónvarpsauglýsingar almennt frekar slappar...
Er internet explorerinn ekki í fokki vegna "tie breaker" textans, hann er alltof breiður þannig að linkarnir detta út, allavega kemur textinn bak við linkana í firefox.
Btw. er dótið mitt komið?? :)
Og hvaða daga ertu laus þegar þú kemur heim?
fínt í foxaranum hjá mér en virkar ekki í explorer. Er með XP.
p.s. hlakka til að sjá þig. Tökum góða sveiflu þegar þú kemur, fékk póstinn frá Helgu:-) Og reyndu nú að ráða dulnefnið mitt!!!!