27. júlí 2005
26. júlí 2005
earth.google.com
Mæli með þessari síðu: earth.google.com
Snilldar forrit þarna á ferð - verst að það skuli ekki vera hægt að nota á makkanum en það er víst á leiðinni.
Ég er búin að skemmta mér við að fljúga yfir New York og síðan fór ég í ferðalag til systur minnar. Maður getur nefnilega látið forritið gefa manni akstursleiðbeiningar og þegar þær eru komnar þá getur maður bara flogið eftir leiðbeiningunum í tölvunni og séð litla bíla á víð og dreif :)
20. júlí 2005
- Þann 20 júlí, 2005 10:22, sagði Ragna...
-
Núna tókst að senda myndina með :)
ekki sniðugt? - Þann 20 júlí, 2005 10:24, sagði Rosie G....
-
Úje...
kv. Rósa, hinum megin við vegginn! - Þann 21 júlí, 2005 17:27, sagði ...
-
þú virðist einstaklega góð að taka myndir af þér í gegnum símann þinn :) alltaf gaman af þeim
- Þann 22 júlí, 2005 12:48, sagði ...
-
ég er nú bara hræddur við þessa mynd...
- Þann 24 júlí, 2005 10:26, sagði Ragna...
-
Já finnst ykkur myndin ekki fín :)
- Þann 20 júlí, 2005 08:33, sagði Ragna...
-
Muhaha þetta sendi ég úr símanum mínum ;)
19. júlí 2005
Myndaalbúm
Jæja nú er ég búin að koma mér upp myndasíðu. Við skulum vona að ég verði dugleg að setja myndir í það næsta árið en annars set ég bara sömu fyrirvara og hér að ofan. Endilega skoðið myndirnar mínar, þarna eru m.a. myndir frá Bandaríkjunum í fyrra ásamt langþráðum myndum frá árshátíð Stiguls 2005.
- Þann 23 júlí, 2005 09:34, sagði ...
-
ég ætlaði að vera móðguð þegar ég sá að "asnalegu myndirnar væru af ragnhildi og co" en svo fannst mér þær asnalegar líka :)
15. júlí 2005
Barnaheimili
Ég googlaði nýja heimilisfangið mitt. Haldiði ekki að það sé barnaheimili á hæðunum fyrir neðan. Gott eða vont?
btw. vikan í vinnunni endaði á afmæliskaffi í boði VÍS - svaka rjóma- og súkkulaðitertur. VÍS á nefnilega afmæli á sunnudaginn. Ekki spyrja mig hversu stórt afmæli - VÍS er amk táningur.
14. júlí 2005
Íbúðin komin!
Já þið lásuð rétt.
Ég er komin með íbúð á 113 stræti - ætla að setja heimilisfangið hingað inn á síðuna. (Set heimilisfangið inn með fyrirvara - þarf sjálfsagt að laga það eitthvað til)
Annars er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og ég kem svakaþreytt heim á daginn.
Það eru einhver samantekin ráð í vinnunni að fita mann eins og hægt er held að ég sé búin að fá tvisvar sinnum köku (rjómaköku sko) og svo nammi amk einu sinni á dag bara í þessari viku.
Hey já, svo er Tom's restaurant ekki langt frá nýju íbúðinni - þarf að labba fyrir eitt götuhorn og þaðan að næsta götuhorni og þá er maður kominn.
Ef einhver mun nokkurn tíma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)