Íbúðin komin!
Já þið lásuð rétt.
Ég er komin með íbúð á 113 stræti - ætla að setja heimilisfangið hingað inn á síðuna. (Set heimilisfangið inn með fyrirvara - þarf sjálfsagt að laga það eitthvað til)
Annars er búið að vera brjálað að gera í vinnunni og ég kem svakaþreytt heim á daginn.
Það eru einhver samantekin ráð í vinnunni að fita mann eins og hægt er held að ég sé búin að fá tvisvar sinnum köku (rjómaköku sko) og svo nammi amk einu sinni á dag bara í þessari viku.
Hey já, svo er Tom's restaurant ekki langt frá nýju íbúðinni - þarf að labba fyrir eitt götuhorn og þaðan að næsta götuhorni og þá er maður kominn.