Ragna í New York

31. mars 2008

"pappírsvinnan"

Fór í lyfjapróf í dag. Þurfti að pissa í bolla. Maðurinn sem tók við þessu sagði mér að allir sem vildu fá almennilega vinnu í dag yrðu að gera þetta. Hvað maður gerir ekki til þess að fá vinnu...

Þann 31 mars, 2008 16:59, sagði Blogger Hanna...

Frekar spes og skrítið :) en þetta eru víst Bandaríkin :)....ætli þetta sé svona hér á litla Íslandi líka???? maður spyr sig!!!!!

 
Viltu tjá þig?

30. mars 2008

Lífið í deildinni...

Enginn sem ég hef talað við kannast við málið...

Professor: So, the probability you're dealing with a straight is determined by what comes out the back end here.

--Statistics lecture, Columbia University

Overheard by: Chuckles


Tekið af Overheard in New York.

26. mars 2008

Kaupakaupakaupa og sumarið

Ég fer oft á eBay þessa dagana. Það er allt of spennandi að bjóða í hluti þar. Nú bíð ég spennt eftir því að vita hvort 1 centa tilboð mitt í hulstur utan um ipodinn fari í gegn. Svo bætist nátla tæpir $5 í flutningskostnað en það er ekki neitt.

Kom til baka frá Siggu á sunnudagskvöldið. Ágætisdvöl hjá þeim í Delaware yfir páskahátíðina.
Allir fengu nóg af páskaeggjum og súkkulaði og Rocky fékk meira að segja bein til að naga frá páskakanínunni.
Á föstudaginn var kom einka(hunda)þjálfari heim til þeirra og tók okkur í kennslustund til að læra að aga Rocky. Hann er nú samt alveg vænsti hvolpur en takmarkið er að halda honum vænum. Held að við höfum lært heilmikið og er aðalatriðið að segja dimmraddað "baaaaaaaaah"
í hvert einasta sinn sem hann gerir eitthvað af sér og svo flýta sér að segja eitthvað glaðlegt og skemmtilegt þegar hann hættir óhlýðninni. Reyndar er það eina sem þetta virkar ekki á er þegar hann kemst inn á gestaklósettið þar sem hann nær í klósettrúlluna. Það getur verið ansi skondið að sjá hann taka af stað með pappírinn.


Valla og Geir mættu svo í páskamat á sunnudaginn og léku við mig og krakkana. Völlu til mikillar mæðu og skelfingar þá eignaðist Geir tvo krakka á sunnudaginn. Hahahahahaha.


Góðu fréttirnar af mér eru hins vegar þær að ég hef tekið tilboði um sumarvinnu hjá lyfjafyrirtækinu Merck í sumar (5 stærsta lyfjafyrirtæki í heimi.) Verkefnið er nánast nákvæmlega það sem doktorsverkefnið mitt mun fjalla um. Þetta svona hálfhljóp upp í hendurnar á mér (sakar sko ekki að vera í góðum skóla) og fór ég í viðtal í byrjun febrúar áður en ég sótti formlega um. Mér líst mjög vel á þetta allt saman og þar sem þetta er stórt fyrirtæki þá verða fullt af sumarnemum þarna hjá þeim í sumar þ.a. þetta verður ábyggilega mjög skemmtilegt. Eins og er þá er ég að vesenast í allri pappírsvinnunni sem fylgir þessu það er allt saman bara formsatriði en vonandi verður það búið fljótlega. Þeir eru staddir í Rahway, New Jersey, svona ca 40 mín lestarferð frá Manhattan. Ég myndi líklegast búa í New Brunswick (sem er 15mín frá Princeton og Völlu) ásamt fleirum sumarnemum. Ef allt gengur að óskum með alla pappírana þá myndi ég vinna frá lok maí fram í 2 viku ágústmánaðar.

Þann 26 mars, 2008 15:52, sagði Blogger Hanna...

Til lukku með starfið :) þetta verður ábyggilega mjög spennandi og skemmtilegt :)

 
Þann 26 mars, 2008 16:49, sagði Blogger Unknown...

Vá, en frábært! Til hamingju með vinnuna!

 
Þann 27 mars, 2008 12:28, sagði Blogger Unknown...

Já til hamingju með starfið, gott að geta unnið við það sem tengist náminu. Þú þarft svo endilega að kíkja í heimsókn til mín og lilla þegar þú verður á landinu í maí.

 
Þann 28 mars, 2008 03:14, sagði Blogger beamia...

jibbíjeij þannig að þá færðu borgað fyrir að gera það sem þér finnst skemmtilegt! þannig á það að vera :) til hamingju!

 
Þann 31 mars, 2008 09:52, sagði Blogger Ragnhildur...

Gleymdi að kommenta um daginn.
Hló af dimmraddaða "baahhh-inu", get alveg séð það fyrir mér :)

 
Viltu tjá þig?

17. mars 2008

Smá færsla

Er í NYC í stuttu stoppi eftir að hafa farið til Siggu yfir helgina. Á meðan hún og Harold fóru í brúðkaup þá fórum við Stefán og Kristín í bíó á Dr. Seuss' Horton hears a who. Myndin var bara alveg ágæt en allt umstangið við að koma fleirum en bara sjálfum sér í bíó var meira en ég hélt. Svo er ég farin að sætta mig við að heyra setningar á borð við "Do your kids like..."

Ég kom síðan hingað aftur í dag og fæ far hjá Harold til baka á morgun til að vera framyfir páska.
Ferðin hingað í dag reyndar mjög kostuleg. Ég missti tvisvar af lestinni og endaði með að fá far með Harold til Philadelphiu til að ná lest svo ég kæmist á fund á hádegi hérna.

12. mars 2008

Oh, þessir kanar

Bandaríkjamenn geta verið fyndnir stundum eða þannig sko. Var að horfa á fréttirnar áðan og það er að sjálfsögðu allt í uppnámi yfir vændishneyksli fylkisstjórans Spitzers. Það nýjasta í dag var að búið er að nafngreina vændiskonuna sem á að vera framtíðarsöngstjarna sem býr í fínu hverfi á Manhattan. Ég sá viðtal við svona tvítuga stelpu sem býr þarna í sama húsi og hún sagði næstum orðrétt:
"Ég skil ekki afhverju hún var að sofa svona hjá mönnum, ég meina hún átti heima í fínni íbúð í svona fínu húsi þannig að ekki þurfti hún á peningunum að halda. Ég skil ekki afhverju hún var að þessu."

Halló segi ég nú bara, hvernig heldurðu að hún hafi borgað leiguna.

Var annars að uppgötva snilldarforrit fyrir iPhone-inn minn. Ef fólk googlar "web messenger iPhone" þá poppar það upp. MSN fyrir iPhone. Þetta er ekki venjulegi web messengerinn en þetta virkar. Sem þýðir að þegar mér leiðist í lestum og öðrum stöðum þar sem er ekkert internet þá get ég notað símann og stytt mér stundir og rabbað við fólk á MSN. Jei!

9. mars 2008

Ég tyndi einum klukkutíma í dag

Skildi ekkert hvad ég gat sofid lengi í morgun. Annars er myndin til
ad syna flottu gleraugun mín.

Þann 10 mars, 2008 18:39, sagði Blogger Helga Björk...

Very nice, I like :).

 
Þann 12 mars, 2008 00:00, sagði Blogger Hákon...

Cool.

Já ljóti sumartími (eða öllu heldur vetrartími), ég mátti nú varla við að missa þennan klukkutíma meðan ég er í midterms!

 
Viltu tjá þig?

5. mars 2008

Hratt

Þetta finnst mér nú nokkuð hratt hlaupið. Ætli það það sé ekki ca 10 mínútna skekkja á þessu.
http://web2.toto.is/fritest/afr/keppendur/kep6361.htm

Þann 06 mars, 2008 05:41, sagði Blogger Ragnhildur...

Mér finnst þú fyndnara að þú hafir hlaupið 0 km á rúmum 5 mín! ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)