Ragna í New York

26. mars 2008

Kaupakaupakaupa og sumarið

Ég fer oft á eBay þessa dagana. Það er allt of spennandi að bjóða í hluti þar. Nú bíð ég spennt eftir því að vita hvort 1 centa tilboð mitt í hulstur utan um ipodinn fari í gegn. Svo bætist nátla tæpir $5 í flutningskostnað en það er ekki neitt.

Kom til baka frá Siggu á sunnudagskvöldið. Ágætisdvöl hjá þeim í Delaware yfir páskahátíðina.
Allir fengu nóg af páskaeggjum og súkkulaði og Rocky fékk meira að segja bein til að naga frá páskakanínunni.
Á föstudaginn var kom einka(hunda)þjálfari heim til þeirra og tók okkur í kennslustund til að læra að aga Rocky. Hann er nú samt alveg vænsti hvolpur en takmarkið er að halda honum vænum. Held að við höfum lært heilmikið og er aðalatriðið að segja dimmraddað "baaaaaaaaah"
í hvert einasta sinn sem hann gerir eitthvað af sér og svo flýta sér að segja eitthvað glaðlegt og skemmtilegt þegar hann hættir óhlýðninni. Reyndar er það eina sem þetta virkar ekki á er þegar hann kemst inn á gestaklósettið þar sem hann nær í klósettrúlluna. Það getur verið ansi skondið að sjá hann taka af stað með pappírinn.


Valla og Geir mættu svo í páskamat á sunnudaginn og léku við mig og krakkana. Völlu til mikillar mæðu og skelfingar þá eignaðist Geir tvo krakka á sunnudaginn. Hahahahahaha.


Góðu fréttirnar af mér eru hins vegar þær að ég hef tekið tilboði um sumarvinnu hjá lyfjafyrirtækinu Merck í sumar (5 stærsta lyfjafyrirtæki í heimi.) Verkefnið er nánast nákvæmlega það sem doktorsverkefnið mitt mun fjalla um. Þetta svona hálfhljóp upp í hendurnar á mér (sakar sko ekki að vera í góðum skóla) og fór ég í viðtal í byrjun febrúar áður en ég sótti formlega um. Mér líst mjög vel á þetta allt saman og þar sem þetta er stórt fyrirtæki þá verða fullt af sumarnemum þarna hjá þeim í sumar þ.a. þetta verður ábyggilega mjög skemmtilegt. Eins og er þá er ég að vesenast í allri pappírsvinnunni sem fylgir þessu það er allt saman bara formsatriði en vonandi verður það búið fljótlega. Þeir eru staddir í Rahway, New Jersey, svona ca 40 mín lestarferð frá Manhattan. Ég myndi líklegast búa í New Brunswick (sem er 15mín frá Princeton og Völlu) ásamt fleirum sumarnemum. Ef allt gengur að óskum með alla pappírana þá myndi ég vinna frá lok maí fram í 2 viku ágústmánaðar.

Þann 26 mars, 2008 15:52, sagði Blogger Hanna...

Til lukku með starfið :) þetta verður ábyggilega mjög spennandi og skemmtilegt :)

 
Þann 26 mars, 2008 16:49, sagði Blogger Unknown...

Vá, en frábært! Til hamingju með vinnuna!

 
Þann 27 mars, 2008 12:28, sagði Blogger Unknown...

Já til hamingju með starfið, gott að geta unnið við það sem tengist náminu. Þú þarft svo endilega að kíkja í heimsókn til mín og lilla þegar þú verður á landinu í maí.

 
Þann 28 mars, 2008 03:14, sagði Blogger beamia...

jibbíjeij þannig að þá færðu borgað fyrir að gera það sem þér finnst skemmtilegt! þannig á það að vera :) til hamingju!

 
Þann 31 mars, 2008 09:52, sagði Blogger Ragnhildur...

Gleymdi að kommenta um daginn.
Hló af dimmraddaða "baahhh-inu", get alveg séð það fyrir mér :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)