Smá færsla
Er í NYC í stuttu stoppi eftir að hafa farið til Siggu yfir helgina. Á meðan hún og Harold fóru í brúðkaup þá fórum við Stefán og Kristín í bíó á Dr. Seuss' Horton hears a who. Myndin var bara alveg ágæt en allt umstangið við að koma fleirum en bara sjálfum sér í bíó var meira en ég hélt. Svo er ég farin að sætta mig við að heyra setningar á borð við "Do your kids like..."
Ég kom síðan hingað aftur í dag og fæ far hjá Harold til baka á morgun til að vera framyfir páska.
Ferðin hingað í dag reyndar mjög kostuleg. Ég missti tvisvar af lestinni og endaði með að fá far með Harold til Philadelphiu til að ná lest svo ég kæmist á fund á hádegi hérna.