Ragna í New York

17. mars 2008

Smá færsla

Er í NYC í stuttu stoppi eftir að hafa farið til Siggu yfir helgina. Á meðan hún og Harold fóru í brúðkaup þá fórum við Stefán og Kristín í bíó á Dr. Seuss' Horton hears a who. Myndin var bara alveg ágæt en allt umstangið við að koma fleirum en bara sjálfum sér í bíó var meira en ég hélt. Svo er ég farin að sætta mig við að heyra setningar á borð við "Do your kids like..."

Ég kom síðan hingað aftur í dag og fæ far hjá Harold til baka á morgun til að vera framyfir páska.
Ferðin hingað í dag reyndar mjög kostuleg. Ég missti tvisvar af lestinni og endaði með að fá far með Harold til Philadelphiu til að ná lest svo ég kæmist á fund á hádegi hérna.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)