Ragna í New York

12. mars 2008

Oh, þessir kanar

Bandaríkjamenn geta verið fyndnir stundum eða þannig sko. Var að horfa á fréttirnar áðan og það er að sjálfsögðu allt í uppnámi yfir vændishneyksli fylkisstjórans Spitzers. Það nýjasta í dag var að búið er að nafngreina vændiskonuna sem á að vera framtíðarsöngstjarna sem býr í fínu hverfi á Manhattan. Ég sá viðtal við svona tvítuga stelpu sem býr þarna í sama húsi og hún sagði næstum orðrétt:
"Ég skil ekki afhverju hún var að sofa svona hjá mönnum, ég meina hún átti heima í fínni íbúð í svona fínu húsi þannig að ekki þurfti hún á peningunum að halda. Ég skil ekki afhverju hún var að þessu."

Halló segi ég nú bara, hvernig heldurðu að hún hafi borgað leiguna.

Var annars að uppgötva snilldarforrit fyrir iPhone-inn minn. Ef fólk googlar "web messenger iPhone" þá poppar það upp. MSN fyrir iPhone. Þetta er ekki venjulegi web messengerinn en þetta virkar. Sem þýðir að þegar mér leiðist í lestum og öðrum stöðum þar sem er ekkert internet þá get ég notað símann og stytt mér stundir og rabbað við fólk á MSN. Jei!

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)