Planið breyttist aðeins
Ég kom ekki til NYC fyrr en á laugardaginn. Sigga systir tók nefnilega vélina, sem Rósa og Tinna komu í, heim til Íslands. Við keyrðum því uppeftir á laugardagsmorgun og svo ætla ég að keyra tilbaka til Delaware á fimmtudaginn og hjálpa til við að passa óþekktarangana mína á fimmtudags og föstudagskvöld. Ég varð einmitt vitni að því þegar flugfreyjurnar og flugmennirnir hjá flugleiðum tóku upp hversdagsfötin á miðju gólfinu í komusalnum og skruppu inn á klósett til að skipta. Aldrei séð það áður. Unga flugmannskonan átti dáldið flott svört leðurstígvél sem hún notar greinilega bara í vinnunni. Held nefnilega að eftir að flugleiðir byrjuðu með dagsflugin þá er skipst á að fljúga dagsflug til Boston og NYC. Áhafnir sem koma einn dag á NYC eru ferjaðar til Boston til að fljúga dagsflugið til baka þaðan daginn eftir og öfugt.
Annars kem svo til baka frá Delaware á laugardag og ætla þá að eyða helginni með Rósu og Tinnu. Síðan liggur leiðin til Flórída á mánudaginn eftir viku og verð ég þar í 6 daga eða þangað til skólinn byrjar.