Ragna í New York

20. ágúst 2007

Planið breyttist aðeins

Ég kom ekki til NYC fyrr en á laugardaginn. Sigga systir tók nefnilega vélina, sem Rósa og Tinna komu í, heim til Íslands. Við keyrðum því uppeftir á laugardagsmorgun og svo ætla ég að keyra tilbaka til Delaware á fimmtudaginn og hjálpa til við að passa óþekktarangana mína á fimmtudags og föstudagskvöld. Ég varð einmitt vitni að því þegar flugfreyjurnar og flugmennirnir hjá flugleiðum tóku upp hversdagsfötin á miðju gólfinu í komusalnum og skruppu inn á klósett til að skipta. Aldrei séð það áður. Unga flugmannskonan átti dáldið flott svört leðurstígvél sem hún notar greinilega bara í vinnunni. Held nefnilega að eftir að flugleiðir byrjuðu með dagsflugin þá er skipst á að fljúga dagsflug til Boston og NYC. Áhafnir sem koma einn dag á NYC eru ferjaðar til Boston til að fljúga dagsflugið til baka þaðan daginn eftir og öfugt.

Annars kem svo til baka frá Delaware á laugardag og ætla þá að eyða helginni með Rósu og Tinnu. Síðan liggur leiðin til Flórída á mánudaginn eftir viku og verð ég þar í 6 daga eða þangað til skólinn byrjar.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)