Í stórborginni á ný
Komin aftur til New York borgar. Hákon fór í sama flugi og ég út þ.a. ekki leiddist mér á leiðinni. Hann hélt svo áfram til Colorado þ.a. leiðir skildu þegar ég fór í leigubílaröðina. Ég náði að opna aftur símann minn þ.a. hann virkar. Eða sko það tókst eftir að þeir loksins gáfu mér samband við manneskju...
Síðasta vikan á Íslandi var mjög skemmtileg. Fyrst kom mynd af mér í Vikunni, fór í Bása og sló nokkrar golfkúlur (þ.e. þegar ég hitti), labbaði Úlfarsfellið og týndi fullt af krækiberjum og bláberjum, fór í crazy landsbankapartí ;) , fór á hestbak í Mosfellsdal, út á bát í Hvalfirðinum en ég lagði samt ekki í að prófa fjórhjólin sem ættingjar mínir voru að þeysast um á. Enda voru e-r hótanir um að myndavélin yrði á lofti... Annars eyddi ég Verslunarmannahelginni í faðmi fjölskyldunnar í Kjósinni og var það bara æðislega gaman. Á laugardeginum var meira að segja varðeldur í fjörunni eins og alltaf um verslunarmannahelgina. Helgin endaði svo á fertugsafmæli í einum bústaðnum með rosalegum veitingum.
Ef þið viljið sjá myndir úr Kjósinni þá er bara að kíkja á bloggið hans Sigga Smára.