Ragna í New York

10. ágúst 2007

Í stórborginni á ný

Komin aftur til New York borgar. Hákon fór í sama flugi og ég út þ.a. ekki leiddist mér á leiðinni. Hann hélt svo áfram til Colorado þ.a. leiðir skildu þegar ég fór í leigubílaröðina. Ég náði að opna aftur símann minn þ.a. hann virkar. Eða sko það tókst eftir að þeir loksins gáfu mér samband við manneskju...

Síðasta vikan á Íslandi var mjög skemmtileg. Fyrst kom mynd af mér í Vikunni, fór í Bása og sló nokkrar golfkúlur (þ.e. þegar ég hitti), labbaði Úlfarsfellið og týndi fullt af krækiberjum og bláberjum, fór í crazy landsbankapartí ;) , fór á hestbak í Mosfellsdal, út á bát í Hvalfirðinum en ég lagði samt ekki í að prófa fjórhjólin sem ættingjar mínir voru að þeysast um á. Enda voru e-r hótanir um að myndavélin yrði á lofti... Annars eyddi ég Verslunarmannahelginni í faðmi fjölskyldunnar í Kjósinni og var það bara æðislega gaman. Á laugardeginum var meira að segja varðeldur í fjörunni eins og alltaf um verslunarmannahelgina. Helgin endaði svo á fertugsafmæli í einum bústaðnum með rosalegum veitingum.
Ef þið viljið sjá myndir úr Kjósinni þá er bara að kíkja á bloggið hans Sigga Smára.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)