Ragna í New York

15. ágúst 2007

Á döfinni

Jæja er búin að vera hérna í 6 daga. Fór til Siggu og fjölskyldu á laugardaginn. Búin að bralla margt. Náði e-n veginn að snú mig á ökkla þ.a. ég gat varla gengið í tvo daga. Samt svo skrítið að ég gat keyrt. Búin að fara í bíó á The Bourne Ultimatum og sýndi gífurlegan viljastyrk í einn dag þar til ég fór og keypti mér þennan. Er svo að fara aftur til New York líklegast á morgun. Á von á heimsókn á laugardaginn og eftir að henni lýkur þá ætla ég að skella mér til Flórída í sex daga að heimsækja Guðbjörtu og Árna. Fer 27. ágúst og kem aftur 2. september. Annars þarf ég að fara og finna út hvernig ég nota nýja tólið mitt í að blogga.

Þann 15 ágúst, 2007 14:45, sagði Blogger Valla...

Til hamingju með símann! Þú varst nú við opnunina ;) Ertu þá hjá AT&T?

 
Þann 15 ágúst, 2007 14:55, sagði Blogger Ragna...

Rosalega ert þú snögg...
Já komin með reikning hjá AT&T. Fékk nýtt númer en er með gamla líka í e-n tíma amk. Fékk svo flott númer að það er mjöööög freistandi að skipta bara og nota það. Vissirðu annars að Lynn er að fara að flytja til NYC?

 
Þann 15 ágúst, 2007 18:59, sagði Blogger Ragnhildur...

Datt mér ekki í hug ;)

 
Þann 15 ágúst, 2007 19:55, sagði Blogger Ragna...

Ragnhildur, fékkstu sms-ið?

 
Þann 15 ágúst, 2007 21:09, sagði Blogger Unknown...

Við Guðbjört hlökkum til að fá þig í heimsókn. Ég er spenntur að fá að kíkja á iPhone-inn þinn!

 
Þann 15 ágúst, 2007 22:02, sagði Blogger Ragna...

Það fer amk ekki á milli mála að ég mun taka hann með til Flórída ;)

 
Þann 16 ágúst, 2007 06:45, sagði Blogger Ragnhildur...

Heyrðu já, ég gleymdi bara að svara, var á fundi þegar ég fékk það. Datt í hug strax þá að þú hefðir fengið þér nýja símann

 
Þann 16 ágúst, 2007 18:06, sagði Anonymous Nafnlaus...

Úff, við erum orðnar svo spenntar að koma út ... þú getur ekki ímyndað þér!!!

 
Þann 17 ágúst, 2007 09:27, sagði Anonymous Nafnlaus...

til lukku með þetta! góða ferð líka og skemmtun með gestunum þínum :)

 
Þann 17 ágúst, 2007 18:43, sagði Blogger Valla...

hehe nei ég hafði ekki hugmynd. Atvinnuviðtalið í NY hefur líklega gengið upp þá :) Það verður gaman.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)