Lífið - Life
Ég átti innihaldsríkt spjall við Meha núna í kvöld.
Eru ekki allir erfiðleikar í lífinu til þess að læra af þeim?
Allir þurfa að brenna sig einhvern tíma - held að þetta sumar hafi verið minn tími en ég hef lært margt af því og vonandi nógu mikið til þess að eitthvað svipað þessu eigi ekki eftir að henda mig aftur.
Svo til þess að allir geti verið glaðir og öll dýrin í skóginum vinir þá bendi ég ykkur á þessa síðu. Peace.
I had a great talk with Meha tonight.
Don't difficulties exist solely for us to learn from them?
Everyone needs to get burned sometime - I think this summer was my time and I've learned a lot, hopefully enough so that something like this will never happen to me again.
Now so that everyone can be happy and everyone in the jungle can be friends (is that an Icelandic saying??) - look at this site. Peace.
Ég heyrði þetta lag í bílnum á leiðinni til Rúmeníu og hugsaði me mér að lífið væri bara allt í lagi og maður verður stundum bara að taka hlutum eins og þeir eru
er hún þá farin? og líður þér betur? það vona ég!
Til að forðast allan misskilning. Hún er ekki farin heldur er ég að fara - fyrst í viku til systur minnar og svo til íslands. Eftir Íslandsdvölina verð ég á smá flakki milli systur minnar og New York á meðan ég þarf að lesa á fullu fyrir próf.
Eitt af því sem ég hef lært í sumar er að leigjendalögin hér í New York borg eru mun hagstæðari leigendum heldur en húseigendum. Ég kíkti á allt sem hægt var að gera og það var ekkert hægt - lagalega séð nema bíða þar til samningurinn hennar rennur út - sem er 24. ágúst.
Eitt af því alversta við hana eru allar hótanirnar um lögsóknir. Það er það sem við Meha tölum mest um, eitthvað sem hvorug okkar hefur aldrei kynnst áður.
lögsóknir?! jesúsminnalmáttugur - hvaða ruglumsull... hún er sumsé kúgari af verstu sort? eins gott að það takist að henda henni út!
Ef það er e-n tímann þörf á því þá ertu alltaf velkomin til Princeton :) Eigum ekki flottasta svefnsófa í heimi en fullt af sængum! (Geir er kominn út, sendu mér bara mail og ég get gefið þér email og síma)
Takk takk Valla mín
held það verði ekki þörf á því - hef líka fengið boð að gista hjá fleirum ef þörf er á - núna held ég að það sem skiptir mestu máli er að ég finni frið og ró með sjálfri mér - algjör óþarfi að vera að stressast yfir einhverju öðru en bara prófunum mínum ;)
og þú ættir bara ekkert að vera stressast yfir þeim heldur :)
Hæ hæ og takk fyrir að skrifa á síðuna hjá Sólveigu.
Ég hef nú alltaf smá verið að fylgjast með bloginu hjá þér og nú er ég forvitin. Hvað er eiginlega í gangi með þennan meðleigjanda þinn??
Sendu mér endilega meil með nýjustu fréttum af þér.
Kveðja Ásta