Ragna í New York

27. júní 2006

Barn

Ég er ennþá barn. Ekki spurning. Amk finnst nýja herbergisfélaganum mínum 21 árs vera barn. Ég er 23 ára. Barn +2 = Barn?
Það held ég sko.

Þann 27 júní, 2006 21:37, sagði Blogger Ragna...

Ég ætti að sjálfsögðu að laga röksemdarfærsluna aðeins:
21 árs er barn, 2 ára er barn, 21 árs + 2 ára = barn + barn og þegar tvö börn koma saman þá erum við með barnahóp (skv. Guðna Ágústssyni....hmmm) og allir vita að 2 börn saman eru meiri börn heldur en 1 barn .... meikar þetta einhvern sens? En já allt kemst þetta að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að ég er barn.... skv. herbergisfélaganum

 
Þann 28 júní, 2006 05:17, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvenær ætlarðu að losa þig við þessa gæru? ;)

kveðja,

Guðbjört

 
Þann 29 júní, 2006 20:11, sagði Anonymous Nafnlaus...

Tja, mér datt svona í hug að endurbætta útgáfan af AA bæninni gæti hjálpað þér í þessum þrengingum:
God, grant me the serenity to accept the things I cannot change, the courage to change the things I cannot accept, and wisdom to hide the bodies of the people I had to kill because they pissed me off!

Annars eru náttúrulega fæstir eins og fólk er flest ef út í það er farið, en meðleigjandinn virðist nú reyndar vera svona meira tilfelli sem er eins og flest fólk er ekki.....

Baráttukveðjur,
Bragi

 
Þann 30 júní, 2006 15:02, sagði Blogger Ragna...

Ég er nú alveg sammála því að fæstir eru eins og fólk er flest - hins vegar reyna nú flestir að sitjast niður og lagfæra vankanta sína. Ætli það sé ekki munurinn á þeim skrítnu og venjulegu...

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)