Ragna í New York

15. júní 2006

Er ég geimvera?



Amk er nýi meðleigjandinn minn á því máli. Ástæða þagnarinnar hérna á síðunni er sú að síðustu tvær vikurnar hafa ekki verið dans á rósum hjá mér. Bý með stelpu/konu sem að ég held að eigi við mikil vandamál að stríða. Er búin að liggja undir feldi í tvær vikur og er eiginlega búin að ákveða að ég má ekkert vera að því að standa í einhverju veseni. Kemur í ljós síðar hvað ég ákveð að gera.

Var annars að koma af frábærri sýningu, Mamma Mia, sem ég fór á með Stebba. Hann er í stuttu stoppi í borginni og fer til Íþöku á morgun á meðan ég kem mér yfir til Siggu til að fara í grillveisluna hjá þeim á sautjánda júní og til að horfa á HM í high definition. Ég meira að segja tek lestina kl. 7 í fyrramálið til þess að ná leiknum sem byrjar kl. 9 á bandarískum tíma ;)

PS. Myndin er tekin í nýju Apple búðinni á 5th Av (rétt hjá Tiffany's). Ef þetta er ekki ástæða til að fá sér nýja fartölvu úr línunni þeirra þá veit ég ekki hvað. Innbyggð myndavél er í öllum vélum og svo þetta frábæra forrit sem leyfir manni ansi sniðuga fídusa.

Þann 16 júní, 2006 06:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

Oh, þú ert ekkert smá óheppin að vera komin með ómögulegan meðleigjanda. En þessi tölva virkar flott...hlýtur að kosta svolítið. ;)
Kv. Kristín Á.

 
Þann 16 júní, 2006 09:41, sagði Anonymous Nafnlaus...

þú ert auðvitað "alien in new york" en það kemur svosem þessu máli ekki við. Því þú ert ekkert skrýtnari en annað fólk

Er ekki annars hægt að gera svona ruglaða mynd í einhverjum myndaforritum (en vil samt alls ekki taka af þér einhverja ástæðu til að fá þér nýja tölvu

 
Þann 16 júní, 2006 12:38, sagði Anonymous Nafnlaus...

flott mynd af þér!!! en já hræðilegt að vera með slæman meðleigjanda, það var mitt vandamál hérna fyrsta árið enda var ég líka fljót að leigja mér íbúð fyrir mig eina en já vonandi gerðuru e-ð gott í málinu, bið að heilsa, Lára

 
Þann 16 júní, 2006 12:54, sagði Anonymous Nafnlaus...

Engar krassandi sögur af hegðun meðleigjandans?!?
Vonandi tekst þér að leysa úr þessu, geturðu ekki losað þig við hana?

 
Þann 16 júní, 2006 15:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

Thad thydir ekkert ad gefa bara i skyn hvad medleigandinn er ömurlegur!!! Vid viljum fá sögur, hreinar stadreyndir!

 
Þann 17 júní, 2006 17:12, sagði Blogger Ragna...

ég vil nú ekki segja neitt svona á alnetinu - ef þið hittið mig á msn þá gæti vel verið að ég segi eitthvað krassandi

 
Þann 19 júní, 2006 18:55, sagði Anonymous Nafnlaus...

finnst henni þú vera geimvera?! haha :D hún er það þá bara sjálf og já jú við öll, við búum jú öll í geimnum :P

úff... en jamm ég vona að hún fari bara, er ekki séns að gera bara draugagang eða eitthvað svo hún flytji burt að eigin frumkvæði?...

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)