Það hlaut að koma að því
Á svipuðum tíma og ríkið tók yfir bankann minn þá stóð ég í búsáhaldabúð í SoHo hér í NYC. Í för með mér voru Peta frænka, Bjarnheiður og Valla. Þar voru margar gerðir af sleikjum þar á meðal svona hvítglær með grænum fjögurra laufa smárum. Mér varð á orði að þetta þyrfti SPRON að kaupa í jólagjafir. Ekki grunaði mig þá að svona stutt væri eftir... ;)
Annars er vorfríið búið, búin að fara út um allt meðal annars til Íþöku með Völlu og Bjarnheiði þar sem við hittum meiri hluta Íslendinganna þar í sannkölluðu Íslendingapartíi, og svo eftir það ferðaðist ég um stórborgina sem túrhestur ásamt henni Bjarnheiði. Nú er Bjarnheiður farin til heitari svæða en ef e-r vill sjá myndir þá bendi ég þeim á að fylgjast með blogginu hennar Bjarnheiðar því það á örugglega eitthvað eftir að skjótast upp þar eftir að hún kemur heim úr stórferðinni sinni (eftir páska hugsa ég).
Vel á minnst þá hef ég verið mjög þjóðrækin, fór á tónleika með Sprengjuhöllinni á St. Patrick's day og drógum við Bjarnheiður með okkur Ástrala og Íra (geri aðrir betur á St. Patrick's day). Núna á laugardaginn er svo förinni heitið á tónleika með Emilíönu Torrini. Hlakka mikið til.
já nú fer ég bráðum að blogga um ferðina okkar! TAKK fyrir síðast :) algjör snilld! Ég hélt einmitt að ég færi til heitari staða þarna hjá henni Ásdísi en svo lentum við í SNJÓstormi! :D Ævintýri á hverju strái :)