Ragna í New York

24. mars 2009

Það hlaut að koma að því

Á svipuðum tíma og ríkið tók yfir bankann minn þá stóð ég í búsáhaldabúð í SoHo hér í NYC. Í för með mér voru Peta frænka, Bjarnheiður og Valla. Þar voru margar gerðir af sleikjum þar á meðal svona hvítglær með grænum fjögurra laufa smárum. Mér varð á orði að þetta þyrfti SPRON að kaupa í jólagjafir. Ekki grunaði mig þá að svona stutt væri eftir... ;)

Annars er vorfríið búið, búin að fara út um allt meðal annars til Íþöku með Völlu og Bjarnheiði þar sem við hittum meiri hluta Íslendinganna þar í sannkölluðu Íslendingapartíi, og svo eftir það ferðaðist ég um stórborgina sem túrhestur ásamt henni Bjarnheiði. Nú er Bjarnheiður farin til heitari svæða en ef e-r vill sjá myndir þá bendi ég þeim á að fylgjast með blogginu hennar Bjarnheiðar því það á örugglega eitthvað eftir að skjótast upp þar eftir að hún kemur heim úr stórferðinni sinni (eftir páska hugsa ég). 

Vel á minnst þá hef ég verið mjög þjóðrækin, fór á tónleika með Sprengjuhöllinni á St. Patrick's day og drógum við Bjarnheiður með okkur Ástrala og Íra (geri aðrir betur á St. Patrick's day). Núna á laugardaginn er svo förinni heitið á tónleika með Emilíönu Torrini. Hlakka mikið til.

Þann 13 apríl, 2009 08:19, sagði Blogger beamia...

já nú fer ég bráðum að blogga um ferðina okkar! TAKK fyrir síðast :) algjör snilld! Ég hélt einmitt að ég færi til heitari staða þarna hjá henni Ásdísi en svo lentum við í SNJÓstormi! :D Ævintýri á hverju strái :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)