Síðasti mánuðurinn
Búin að gera svo mikið frá því síðast að ég er búin að gleyma því öllu. Aðalatriðin fyrir utan nátla vinnu og aftur vinnu eru (nám er sko vinna) : Valentínusarpartí hjá mér, afmælisveisla Braga (nammi nammi lambahryggur), þorrablót, mixer hjá Asíufélagi New York borgar (ekki spyrja hvað ég var að gera þar), kickboxing, kickboxing, yoga (downward facing dog einhver?), var ég svo búin að minnast á kickboxing?
Annars er Bjarnheiður mætt til Bandaríkjanna, ætla að kíkja með henni og Völlu upp til Íþöku um helgina og svo ætlum við Bjarnheiður að túrhestast aðeins um stórborgina í næstu viku.
Já, downward facing dog og warrior 1 og warrior 2. Voða gaman!
Bið að heilsa Bjarnheiði, skemmtið ykkur vel í stórborginni!