Ragna í New York

9. febrúar 2009

Á laugardaginn

Kíkti í heimsókn til Petu frænku um helgina. Labbaði frá skrifstofunni upp á 125. stræti til að taka lestina. Á leiðinni sá ég í fyrsta sinn klíku hér í borg. Þetta voru svona ca. 20 ungir piltar á mótorhjólum og fjórhjólum og keyrðu þeir bæði á götunni og svo upp á gangstéttina til að komast leiðar sinnar. Ætli þeir hafi ekki verið að notfæra sér góða veðrið á laugardaginn eins og við hin til að sýna sig og sjá aðra...

Svo þegar ég var komin niður í midtown, austanmeginn var það fyrsta sem ég sá gulur lamborghini, ótrúlega flottur, bílstjórinn var nýstoppaður þar sem löggan hafði eitthvað við hann að segja. 

Svona geta hverfin verið mismunandi hér í borg. 

Ætlar annars enginn að kommenta á hvað ég var dugleg að fara í kick boxing um helgina?

Þann 11 febrúar, 2009 23:37, sagði Blogger Unknown...

Voru klíkugæjarnir allir í eins fötum? p.s. Hringi á morgun!

 
Þann 16 febrúar, 2009 15:18, sagði Blogger Ragna...

Neibb, bara svona venjulegir Harlem guttar...

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)