Á laugardaginn
Kíkti í heimsókn til Petu frænku um helgina. Labbaði frá skrifstofunni upp á 125. stræti til að taka lestina. Á leiðinni sá ég í fyrsta sinn klíku hér í borg. Þetta voru svona ca. 20 ungir piltar á mótorhjólum og fjórhjólum og keyrðu þeir bæði á götunni og svo upp á gangstéttina til að komast leiðar sinnar. Ætli þeir hafi ekki verið að notfæra sér góða veðrið á laugardaginn eins og við hin til að sýna sig og sjá aðra...
Svo þegar ég var komin niður í midtown, austanmeginn var það fyrsta sem ég sá gulur lamborghini, ótrúlega flottur, bílstjórinn var nýstoppaður þar sem löggan hafði eitthvað við hann að segja.
Svona geta hverfin verið mismunandi hér í borg.
Ætlar annars enginn að kommenta á hvað ég var dugleg að fara í kick boxing um helgina?
Voru klíkugæjarnir allir í eins fötum? p.s. Hringi á morgun!
Neibb, bara svona venjulegir Harlem guttar...