Ragna í New York

12. febrúar 2009

Íslenska eðlið

Ég gat ekki á mér setið. Íslendingar geta verið svo fyrirsjáanlegir stundum að það er ekki fyndið.

Time er búið að tilnefna Davíð Oddsson sem einn af 25 aðilum sem bera ábyrgð á heimsfjármálakreppunni. Þetta er náttúrulega strax komið í öll blöð á Íslandi. 

Maður þarf að fletta í gegnum alla aðilana og getur svo gefið þeim einkunn frá 1-10, (saklaus-sekur). Davíð Oddsson trónir langefstur með næstum 6000 atkvæði (þegar þetta er skrifað) á meðan næsti maður er með ca 4500 atkvæði (og svo 4100, 4000, 3800 osfrv.) Íslendingar bregðast manni sjaldan í netkosningum ;) 

Ég skil alveg að fólk kenni Davíð um ástandið á Íslandi þó mér finnist fólk stara einum of mikið á Davíð, það þarf að fara að hugsa um alla hina sem bera jafnmikla ef ekki meiri ábyrgð á ástandinu. En, að kenna Davíð um heimsskreppuna, æi ég veit það ekki. Kannski ætti maður að bara að vera stoltur að litla Ísland er ekki svo lítið þrátt fyrir allt, fyrst við getum haft svona mikil áhrif á alla heimsbyggðina.

Þann 12 febrúar, 2009 20:44, sagði Blogger Hákon...

Já þetta er ekkert smá fyndið.
Ég hugsa að fólk geti ekki byrjað að hugsa skýrt fyrr en Davíð hverfur. Það myndi eflaust þýða erfið fráhvarfseinkenni fyrir aðdáendur hans og þá sem hata hann, en þá væri kannski hægt að halda áfram í staðinn fyrir þennan endalausa bendileik.

 
Þann 16 febrúar, 2009 15:15, sagði Blogger Unknown...

Ég er sko algjörlega sammála þér. Það er fáránlegt að slengja sökinni á einn mann.
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)