Ég lifði af...
...fyrsta kick boxing tímann minn. Næsta verk á dagskrá er að lifa af næstu 9 eða svo. Reyndar var þetta mjög gaman :)
Það sniðuga við þetta er líka að ég er í tímum klukkan hálfellefu á laugardagsmorgnum, þarf því að takmarka skemmtanalífið á föstudagskvöldum. Svo er ég í tímum kl. 9 á föstudagsmorgnum þ.a. ég þarf að takmarka skemmtanalífið á fimmtudagskvöldum. Vonandi leiðir þetta til þess að ég kem meiru frá mér :) Ég má síðan sko skemmta mér á laugardögum í staðinn ;)
vá hjálp og gastu hreyft þig eftir tímann? ég fékk svo svaaakalegar harðsperrur eftir svona tíma í baðhúsinu í denn (einhvern tíma í fjórða bekk ef ég man rétt) að ég ætlaði varla að komast úr rúminu daginn eftir. spratt upp við vekjaraklukkuna og bara átsj! nei, ekki hoppa meir...
en kickbox er skemmtilegt :) ef ég væri ekki bara með svona mikið ofnæmi fyrir líkamsræktarstöðvum... jah... þá...
ohhh já, þú ert rosa dugleg! á laugardagsmorgni!
Það hjálpar til að koma sér af stað að vera í svona tíma á laugardögum ;) Fór aftur núna á laugardaginn og losnaði við kvefið sem ég var með :)