Ragna í New York

21. janúar 2006

Les femmes north

Var ótrúlega dugleg í gær. Vaknaði kl. 7 til að fylgja Stebba út í leigubíl en hann gisti eina nótt eftir komuna til NYC áður en hélt áfram til Ithöku. Skilaði svo fyrstu heimadæmunum mínum á þessari önn, þau voru bara hressileg. Fann út að það er ekki netsamband á nýja kaffihúsinu á jarðhæðinni í byggingunni minni (ekki rekið af Columbia). Fór svo í dæmatíma í líkindafræði frá 2-3 GASP!!

Hitti Albínu, Írisi og Hjördísi í kvöldmat á egypskum veitingastað sem heitir Casa la Femme North. Ágætis veitingastaður með alveg frábærum mat, við vorum samt ekki parhrifnar af þjónustunni. Sum borðin voru þannig að þú sast á púðum á gólfinu og önnur voru með svona hvítum tjöldum sem hægt var að draga í kring til að loka af. Stefnan var svo sett á eitthvað partí í kirkju í Harlem en við vorum svo lengi að borða að það datt alveg upp fyrir. Fórum þá niður í East Village á bar sem heitir 2 by 4. Fyrst þegar við gengum inn entumst við í mínútu inni á staðnum þar sem það voru ekkert nema karlmenn eða rednex eins og Íris orðaði það. Eftir 5 mínútna umhugsun fórum við nú samt aftur inn og vorum það sem eftir lifði kvölds/nætur. Ef ég á að lýsa þessum bar þá er svona eitt sem kemur upp í hugann, Coyote Ugly. Barstúlkurnar voru nú samt ekki eins flinkar að dansa uppi á barborðum og það var nú ekkert vatn í spilunum en við getum orðað það þannig að lagið með textanum: "... pour some sugar on me..." úr Coyote Ugly m.a. hljómaði alveg tvisvar sinnum ásamt meðfylgjandi showi.

Annars líst mér bara alveg ágætlega á þessa önn. Ég er með einn kennara sem er ótrúlega fyndinn, reyndar sá sami og ég talaði um hér. Hann er ótrúlega orkumikill og dettur oft eitthvað skemmtilegt og skrítið í hug sem hann hefur gaman af að deila með okkur. Annars var besta quotið hans í gær:
"That is as much of a coincidence as if you would go back home to your own apartment, to your own bedroom and find your own bed."
.

Já og vel á minnst í sambandi við pí-ið. Ég var að vinna heimaverkefnið mitt í R og þurfti að búa til fall sem notaði pí. Svo leið og beið og ég var að tala við þann sem situr næst við hliðina á mér og komst að því að allar útkomurnar voru eitthvað skakkar hjá mér. Samt leit fallið út eins og það átti að líta út og hágildi og allt á réttum stað það s.s. munaði bara einhverjum fasta. Ég sem sagt skoða allt voða vandlega og uppgötva að það eina sem gæti verið að er pí-ið. Slæ inn pí og fæ út 0,365. Mér hafði s.s. tekist á einhvern furðulegan hátt, sjálf sagt einhvern tíma fyrir áramót, að endurskilgreina pí. Nú er ég aftur búin að endurskilgreina það svo nú er pí = 3,14159 í R-forritinu hjá mér. Það sem ég lærði nú aðallega á þessu er að R er ekki fullkomið og fastar eru ekki verndaðir í því.

Þann 25 janúar, 2006 11:52, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sniðug Pí-saga!
Er komið kaffihús á jarðhæðina hjá þér? Í staðinn fyrir barnaheimilið?

 
Þann 25 janúar, 2006 13:52, sagði Blogger Ragna...

nei sko á jarðhæðina í byggingunni þar sem tölfræðideildin er til húsa (maður eyðir nátla jafnmiklum tíma þar og heima hjá sér þ.a. þetta er orðið byggingin mín ;) )

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)