Hangikjöt og vítamín
Var með matarboð á laugardaginn. Eldaði hangikjöt og uppstúf ásamt kartöflum, grænum baunum og rauðkáli. Þetta var bara fínt þrátt fyrir að grænu baunirnar væru ekki ora. Fyrir þá sem ekki vita þá sagði tollvörður hér í Bandaríkjunum mér að íslenskt lambakjöt væri eina kjötið sem mætti flytja inn til Bandaríkjanna, svo framarlega sem maður hefur vottorð meðferðis. En já matarboðið gekk vel og fannst öllum kjötið mjög gott. Að lokum runnu svo pönnukökurnar, sem ég bjó til, hratt ofan í mannskapinn.
Veðrið var mjög skrítið um helgina, 15 stig á laugardaginn en 5 stig í gær. Afleiðingar þess er hálsbólga og kvef sem ég er við það að fá. Að því tilefni keypti ég mér fjölvítamín. Mér blöskraði nú hálfvegis þegar ég fór til að kaupa vítamínið, hefði aldrei getað valið eitt box af þeim þúsundum sem voru til sölu ef ég hefði ekki heyrt af einni tegund áður. Það var amk bara hægt að velja um þrjár tegundir af því vítamíni. Valdi að sjálfsögðu það sem var með ginsengi, (þ.e. með extra orku til að vera hressari). Vonum að vítamínátið muni skila tilætluðum árangri - langar sko ekki að leggjast í rúmið veik.
Aðrar fréttir eru þær að von er á mér til landsins í mars. Nánar tiltekið 11.-15. mars. Vildi bara taka þetta fram ef e-m langar að skipuleggja eitthvað á þeim tíma. Verð reyndar líklega upptekin kvöldin 11., 12. og 13. mars en 14. mars er ég ennþá alveg laus :) Ekki góðar fréttir?
mjög góðar fréttir, hvað ertu annars að fara að gera hérna?
Einnig gott að heyra að þú hafir notað pönnukökupönnuna
Frábært að heyra:) Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur til landsins;) kv. Ragna:)
Frábært að þú sért að koma :) Hlakka til að hitta þig :)
hey vá! hvað kemur til? reynum að blása til hittings :)