Ragna í New York

31. desember 2005

Gleðilegt nýtt ár!

Takk fyrir það gamla
Verð á landinu til 15. janúar svo það er hægt að hitta á mig ef vill ( svo framarlega sem ég sé ekki sofandi, virðist gera dálítið mikið af því núna þessa dagana).

Happy new year to all you English speaking out there....

22. desember 2005

Delaware

Ég er laus úr ruglinu. Sigga og Stefán komu í dag að sækja mig. Við tókum leigubíl niður í Juilliard, 15 dollarar á haus (sluppum þó við að borga fyrir Stefán). Mættum á tónleika hjá Margréti ásamt fleirum og voru þeir alveg hreint frábærir. Löbbuðum þaðan niður að Rockefeller Center og kíktum á skreytingarnar í leiðinni. Stefán fékk að hringja bjöllunum fyrir hjálpræðisherinn. Það var þrautinni þyngra að finna leigubíl til baka aftur, hittum þó loks á einn sem var að losa sig við farþega. Rúntuðum um bæinn með honum í svona 20 mínútur á meðan hann var að finna sér einn farþega í viðbót, nennti greinilega ekki að fara uppeftir nema með amk 4 í bílnum. Eftir að hann losaði sig við þann farþega pikkaði hann upp annan sem minntist á að það væri auðveldara að mugga leigubílstjórann svona frammí, var ekki alveg að lítast á blikuna þarna. Borguðum 50 dollara fyrir þessa ferð. Held þeir einu sem koma út í stórum, stórum plús eftir þetta verkfall séu leigubílstjórarnir í New York. Þeir mega samt víst ekki rukka meira en 20 dollara á haus innan Manhattan. Það fyndna er samt að umferðin er ekkert slæm á Manhattan og ekkert mál var að komast út úr/ inn í borgina. Hugsa að mjög margir hafi bara sleppt því að fara í bæinn enda heyrðum við í útvarpi í leigubílnum að verslunareigendur væru að stórtapa á þessu verkfalli. En já það sem er fyrir öllu er að ég er laus úr ruglinu.

Þann 22 desember, 2005 07:29, sagði Anonymous Nafnlaus...

Flott að heyra, hlakka til að sjá þig

 
Þann 22 desember, 2005 15:11, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvenær kemuru heim á aðfangadag? Siggi var að spá í hvort hann ætti að sækja dótið hjá þér ef þú kemur ekki mjög seint. Og á ég að segja þér annað fyndið.... ég er ennþá með ferðatöskuna þína.. arggggg..!!

 
Þann 22 desember, 2005 19:18, sagði Blogger Ragna...

flugvélin lendir um morguninn þ.a. ég verð komn í bæinn svona upp úr 8 - láttu Sigga bara koma við - það verður ábyggilega einhver heima

 
Viltu tjá þig?

20. desember 2005

Verkfall

Jæja það varð svo verkfall eftir allt saman. Það er brjáluð umferð hérna og bílstjórarnir misjafnlega þolinmæðir. Hönd bílstjóranna virðist vera ansi þung á flautunni. Vona bara að ég komist í burtu frá þessu brjálæði.

Þann 21 desember, 2005 12:35, sagði Anonymous Nafnlaus...

það vona ég líka!

 
Viltu tjá þig?

19. desember 2005

Jólaöngþveiti

Kláraði prófin á föstudagsnóttina. Þvílíkur léttir.

Stebbi kom í heimsókn á föstudaginn og var ég að senda hann rétt í þessu út á flugvöll. Ég sinnti honum að sjálfsögðu ekki baun á föstudaginn en á laugardaginn fórum við niður í bæ og hittum Völlu og Geir. Fórum í Macys og H&M ásamt því að labba aðeins um. Eftir að Valla og Geir voru farin fórum við að Rockafeller Center og sáum skautasvellið og jólatréð. Það var mjög flott ljósasýning á Sacks þarna rétt hjá með tónlist og öllu. Við enduðum kvöldið á að fara í partí hjá samnemendum mínum. Á leiðinni þangað sáum við svona "Christmas Carollers". Mér hefði aldrei dottið í hug að sjá svoleiðis hér. Á laugardeginum fórum við niður í SoHo, Chinatown og Little Italy. Hefðum getað eytt miklu meiri tíma þarna enda alveg ótrúlega mikið af æðislegum búðum í SoHo. Í Chinatown var alveg fullt af ágengum Kínverjum að reyna að selja manni "Rolex" og "Pravda", ég held það hafi verið fleiri "veiðimenn" úti á götunni heldur en afgreiðslumenn inni í búðunum. Við löbbuðum svo í gegnum Little Italy, fengum okkur að borða og enduðum á Times Square til að horfa á Brokeback Mountain. Talandi um Brokeback Mountain. Þetta var önnur tilraun mín til að fara að sjá hana, var uppselt á þriðjudaginn var þegar við Albína reyndum. Stebbi sagði mér að þegar hann fór að sjá King Kong á föstudaginn þá var einnig uppselt á Brokeback Mountain. Síðan er skv. mbl.is Brokeback Mountain bara númer 8 á lista yfir aðsóknamestu myndir í BNA þrátt fyrir að vera eina myndin þar sem er uppselt á allar sýningar. Æi, kannski eru bara færri sýningar - held samt ekki. Í dag skruppum við Stebbi síðan niður á 5th Avenue og kíktum inn í F.A.O. Schwarz, Tiffany's og Trump Tower. Maður fékk smá sjokk að sjá alla þessa dýru skartgripi í Tiffany's og gulliskreyttu innréttingarnar í Trump Tower. Annars eru gluggaskreytingarnar á 5th Avenue þess virði að fara sérferð þangað niður eftir.Það skrítnasta í dag voru samt allar löggurnar við Central Park. Við löbbuðum s.s. þvert framhjá Central Park, frá Broadway að 5th Avenue og voru nánast löggubílar alla leiðina. Á einum stað var síðan röð af svona 20 löggum sem voru búnir að stilla sér upp og einhver svona Chief að tala við þá. Alveg stórmerkilegt og ég held að allir hafi verið að velta því fyrir sér afhverju í ósköpunum allar þessar löggur væru þarna. Væri gaman að komast að því.

Það sem er á döfinni hjá mér er annars bara að reyna að klára að versla jólagjafirnar og svo pakka niður þar sem að Sigga ætlar að reyna að gera tilraun til þess að keyra til borgarinnar á miðvikudaginn. Það gæti orðið dálítið erfitt þar sem starfsmenn lestakerfisins og strætóanna hafa hótað því að fara í verkfall á morgun og ef til þess kemur þá verða að vera amk. 4 í bíl til að mega keyra inn á Manhattan. Held kannski að í og með þess vegna sé allt búið að vera brjálað niðri í bæ núna síðustu daga þar sem fólk vill reyna að klára jólainnkaupin áður en til verkfalls kemur. Annars er víst brjálæðislega dýrt fyrir starfsmennina að fara í verkfall hérna. Það er nefnilega ólöglegt í New York fylki að fara í verkfall ef þú ert opinber starfsmaður og það má sekta þig um tvöföld laun á meðan þú ert í verkfallinu. Hugsa sér ef kennarar mættu ekki fara í verkfall heima!

Annars segi ég bara gleðileg jól og sjáumst hress heima í jólafríinu!!!

13. desember 2005

Erfiðasta prófið búið

Jæja tók Probability I próf í dag.
Hélt svona fyrir fram að þetta yrði eins og mál og tegur. Framan af var það svoleiðis en á endanum varð þetta margfalt erfiðara. Ég man í fyrra voru strákarnir í stærðfræðinni að grínast með að mál og tegurfræði væri fallkúrs hjá doktorsnemum úti í Bandaríkjunum og svo hlógum við létt. Núna skil ég það mjög vel því þetta er sko alls ekki það sama hér og heima.

Annars er bara Inference prófið mitt eftir. Bókin sem við lásum er um 100 bls, 6 kaflar (með dæmum). Við erum öll að grínast með það að við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera við tímann fram að prófi því við erum öll búin að lesa þessa 6 kafla fram og til baka. Þetta eru mjög stuttir en hnitmiðaðir kaflar þó að stundum finnist manni sem það vanti eitthvað í bókina. Heimadæmin okkar voru að leysa dæmin í hverjum kafla þ.a. það er ekki einu sinni aukadæmi til að reikna. Annars get ég nú verið stolt, held þetta sé í fyrsta sinn sem ég hef reiknað hvert einasta dæmi í bókinni.

Annars í þessum skrifuðum orðum er slökkviliðið fyrir framan húsið hjá mér. Hmmm var á tímabili í vetur að hugsa um að bæta inn teljara fyrir fjölda brunaútkalla, hugsa að talan sé örugglega komin upp í 10.

Já vil svo minnast á að ég var að bæta Hákoni við á tenglalistann minn. Hann var svo indæll að bæta mér á sinn.

10. desember 2005

Sjónvarp

Ó my god, þvílík snilld!!!!!!!!!!!!
Það koma stundum þeir dagar þegar maður þakkar fyrir að eiga svona kúl tölvu.

Btw. búin að fá eitt A í einkunn - þetta segir manni nákvæmlega ekki neitt.

Þann 11 desember, 2005 06:45, sagði Blogger Hákon...

Til hamingju með aið.

Bætti þér á linkalistann minn..

 
Þann 12 desember, 2005 07:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

þannig að þú getur loksins farið að horfa á þættina sem þú varst búin að plana að horfa á?

 
Þann 12 desember, 2005 13:32, sagði Blogger Ragna...

Nei þetta er nú ekki svo flott. En það eru samt fullt af misgóðum stöðvum.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)