Jæja tók Probability I próf í dag.
Hélt svona fyrir fram að þetta yrði eins og mál og tegur. Framan af var það svoleiðis en á endanum varð þetta margfalt erfiðara. Ég man í fyrra voru strákarnir í stærðfræðinni að grínast með að mál og tegurfræði væri fallkúrs hjá doktorsnemum úti í Bandaríkjunum og svo hlógum við létt. Núna skil ég það mjög vel því þetta er sko alls ekki það sama hér og heima.
Annars er bara Inference prófið mitt eftir. Bókin sem við lásum er um 100 bls, 6 kaflar (með dæmum). Við erum öll að grínast með það að við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera við tímann fram að prófi því við erum öll búin að lesa þessa 6 kafla fram og til baka. Þetta eru mjög stuttir en hnitmiðaðir kaflar þó að stundum finnist manni sem það vanti eitthvað í bókina. Heimadæmin okkar voru að leysa dæmin í hverjum kafla þ.a. það er ekki einu sinni aukadæmi til að reikna. Annars get ég nú verið stolt, held þetta sé í fyrsta sinn sem ég hef reiknað hvert einasta dæmi í bókinni.
Annars í þessum skrifuðum orðum er slökkviliðið fyrir framan húsið hjá mér. Hmmm var á tímabili í vetur að hugsa um að bæta inn teljara fyrir fjölda brunaútkalla, hugsa að talan sé örugglega komin upp í 10.
Já vil svo minnast á að ég var að bæta
Hákoni við á tenglalistann minn. Hann var svo indæll að bæta mér á sinn.