Ragna í New York

22. desember 2005

Delaware

Ég er laus úr ruglinu. Sigga og Stefán komu í dag að sækja mig. Við tókum leigubíl niður í Juilliard, 15 dollarar á haus (sluppum þó við að borga fyrir Stefán). Mættum á tónleika hjá Margréti ásamt fleirum og voru þeir alveg hreint frábærir. Löbbuðum þaðan niður að Rockefeller Center og kíktum á skreytingarnar í leiðinni. Stefán fékk að hringja bjöllunum fyrir hjálpræðisherinn. Það var þrautinni þyngra að finna leigubíl til baka aftur, hittum þó loks á einn sem var að losa sig við farþega. Rúntuðum um bæinn með honum í svona 20 mínútur á meðan hann var að finna sér einn farþega í viðbót, nennti greinilega ekki að fara uppeftir nema með amk 4 í bílnum. Eftir að hann losaði sig við þann farþega pikkaði hann upp annan sem minntist á að það væri auðveldara að mugga leigubílstjórann svona frammí, var ekki alveg að lítast á blikuna þarna. Borguðum 50 dollara fyrir þessa ferð. Held þeir einu sem koma út í stórum, stórum plús eftir þetta verkfall séu leigubílstjórarnir í New York. Þeir mega samt víst ekki rukka meira en 20 dollara á haus innan Manhattan. Það fyndna er samt að umferðin er ekkert slæm á Manhattan og ekkert mál var að komast út úr/ inn í borgina. Hugsa að mjög margir hafi bara sleppt því að fara í bæinn enda heyrðum við í útvarpi í leigubílnum að verslunareigendur væru að stórtapa á þessu verkfalli. En já það sem er fyrir öllu er að ég er laus úr ruglinu.

Þann 22 desember, 2005 07:29, sagði Anonymous Nafnlaus...

Flott að heyra, hlakka til að sjá þig

 
Þann 22 desember, 2005 15:11, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvenær kemuru heim á aðfangadag? Siggi var að spá í hvort hann ætti að sækja dótið hjá þér ef þú kemur ekki mjög seint. Og á ég að segja þér annað fyndið.... ég er ennþá með ferðatöskuna þína.. arggggg..!!

 
Þann 22 desember, 2005 19:18, sagði Blogger Ragna...

flugvélin lendir um morguninn þ.a. ég verð komn í bæinn svona upp úr 8 - láttu Sigga bara koma við - það verður ábyggilega einhver heima

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)