Delaware
Ég er laus úr ruglinu. Sigga og Stefán komu í dag að sækja mig. Við tókum leigubíl niður í Juilliard, 15 dollarar á haus (sluppum þó við að borga fyrir Stefán). Mættum á tónleika hjá Margréti ásamt fleirum og voru þeir alveg hreint frábærir. Löbbuðum þaðan niður að Rockefeller Center og kíktum á skreytingarnar í leiðinni. Stefán fékk að hringja bjöllunum fyrir hjálpræðisherinn. Það var þrautinni þyngra að finna leigubíl til baka aftur, hittum þó loks á einn sem var að losa sig við farþega. Rúntuðum um bæinn með honum í svona 20 mínútur á meðan hann var að finna sér einn farþega í viðbót, nennti greinilega ekki að fara uppeftir nema með amk 4 í bílnum. Eftir að hann losaði sig við þann farþega pikkaði hann upp annan sem minntist á að það væri auðveldara að mugga leigubílstjórann svona frammí, var ekki alveg að lítast á blikuna þarna. Borguðum 50 dollara fyrir þessa ferð. Held þeir einu sem koma út í stórum, stórum plús eftir þetta verkfall séu leigubílstjórarnir í New York. Þeir mega samt víst ekki rukka meira en 20 dollara á haus innan Manhattan. Það fyndna er samt að umferðin er ekkert slæm á Manhattan og ekkert mál var að komast út úr/ inn í borgina. Hugsa að mjög margir hafi bara sleppt því að fara í bæinn enda heyrðum við í útvarpi í leigubílnum að verslunareigendur væru að stórtapa á þessu verkfalli. En já það sem er fyrir öllu er að ég er laus úr ruglinu.
Flott að heyra, hlakka til að sjá þig
Hvenær kemuru heim á aðfangadag? Siggi var að spá í hvort hann ætti að sækja dótið hjá þér ef þú kemur ekki mjög seint. Og á ég að segja þér annað fyndið.... ég er ennþá með ferðatöskuna þína.. arggggg..!!
flugvélin lendir um morguninn þ.a. ég verð komn í bæinn svona upp úr 8 - láttu Sigga bara koma við - það verður ábyggilega einhver heima