Önnin að verða búin...
Hef gert sitthvað frá því ég skrifaði síðast almennilega. Gengið Brooklyn brúna með Völlu, hitt fullt af nýju/gömlu frændfólki, farið upp í Empire State með Siggu og fjölskyldu. Þess á milli hef ég kíkt á pöbba, í partí og fleira með ágætisfólki. Í dag flutti ég loksins fyrirlestur fyrir eina kúrsinn sem ég er í. Reyndar var ég tilbúin með fyrirlesturinn á fimmtudaginn var. Trúið þið þessu? Næstu tveir dagar eru dáldið fullir hjá mér líka en eftir það tek ég mér tíu daga frí og vona að ég fái að njóta þess með sem flestum. Get varla beðið eftir að komast heim... vona að ég nái að þvo þvottinn minn áður ;-)
ps. haldið þið ekki að í miðjum hamaganginum í gær að klára allt sem klára þarf, hafi mér borist bréf frá leiðinda Indverjanum... á öll þrjú netföngin...