Nítján dagar
Þakkargjarðarhátíðin liðin. Ég fór til Siggu og co eldsnemma á fimmtudagsmorguninn. Vaknaði kl. 4:30 svo ég myndi örugglega ná lestinni kl. 5:45. Var komin kl. hálfátta til DE þar sem ég fékk morgunmat og eyddi deginum í að borða kalkún og spila foosball. Við Sigga fengum svo þá snilldarhugmynd að kíkja á Black Friday. Sem sagt föstudagurinn eftir þakkargjarðarhátíðina þá opna búðir eldsnemma og þar sem mollið hjá Siggu ætlaði að opna kl. 3 eftir miðnætti þá ákváðum við að mæta. Vöknuðum reyndar ekki fyrr en kl. 4:15 þar sem vekjaraklukkan mín var svo heppilega stillt á það frá því morguninn áður. Vorum mættar í mollið korter í 5 og var troðið þar. Mjög hressilegt og margt á góðu verði. Átum svo kalkún og meiri kalkún á föstudeginum. Um kvöldið fórum við Sigga svo að versla jólaskraut þar sem ég ætla mér að setja upp alvörujólatré og skraut og svona. Núna á ég jólatrésstand og dúk undir tréð og allt skraut. Eina sem vantar er jólatré. Á laugardeginum skutlaði öll fjölskyldan mér til borgarinnar. Við fengum voða góðan mexíkanskan mat og tókum svo subwayinn niður að Rockefeller Plaza þar sem skautasvellið og jólatréð er. Því miður verður ekki kveikt á trénu fyrr en á miðvikudaginn en ég veit að Kristínu var alveg sama - hún var upptekin við að horfa á fólkið á skautum.
Annað í fréttum, kíkti á myndina August Rush með Völlu á miðvikudaginn. (Valla svo góð að skella sér til NYC á mesta annadegi lestanna.) Mæli alveg hiklaust með myndinni. Mjög sæt og falleg mynd. Svo var Valla svo mikill snillingur að hún fékk ókeypis í lestina á leiðinni heim þar sem hún nennti ekki að bíða í röð til að kaupa miða (svona 20 mínútna bið til að kaupa miða en maður getur borgað $5 aukalega og keypt miða um borð. ) Amk finnst mér hún snillingur þótt hún sé ekki sammála því ;)
Núna er ég bara að reyna að komast í jólastuð, fann útvarpsstöð sem spilar eingöngu jólalög fram til jóla, fm 106.7 ef e-r hafa áhuga ;)
Ég er einmitt byrjuð á jóladagatalinu mínu þar sem ég stal hugmyndinni hennar Sirrýar vinkonu úr Réttó en þegar hún bjó í Köben þá notaði hún jóladagatalið til að telja niður þar til hún færi heim. Valla var svo góð að hjálpa mér að framkvæma þetta með því að gefa mér súkkulaðijóladagatal í afmælisgjöf. Ég opnaði glugga númer 19 í dag sem þýðir 19 dagar í mig ;)
haha þetta lestarævintýri var nú bara stuð. Myndin fær víst glataða dóma, mér fannst hún alal vega góð
Hvað hefur orðið um þig á msn ákkúrat þegar ég þarf að biðja þig um greyða, ætli þú hafir ekki bara fundið það á þér og heldur þig þessvegna fjarri ;-)
Annnars, ohhh, ég var alveg búin að gleyma þessu með hugmyndina hennar Sirrýar, mikið sniðugara að gera þetta svona, en þetta árið var ég bara búin að ákveða að sleppa jóladagatalinu því það gengi aldrei upp!!!!!!
Bið allavega að heilsa, Lára