Ragna í New York

23. júlí 2008

Hef oft pælt hvað þetta þýðir

fm-hnakki eða hvað?

Uppfært: Lenti algjörlega óvart inni á þessu áðan. Kannski Kristín Ásta fatti afhverju ég lenti inn á þessari síðu en málið var að ég var að slá inn heimasíðu og ýtti of fljótt á enter áður en firefox kláraði urlið... En já bæði fyndið og sorglegt - er ekki búin að kíkja á sergio...

Þann 25 júlí, 2008 09:29, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hahaha. Ég var fyrst að hugsa,"hmm af hverju heldur hún að ég þekki eitthvað svona síðu" en svo las ég nafnið aftur og fattaði þetta.
Kveðja; Kristín Á.

 
Viltu tjá þig?

11. júlí 2008

Enn á lífi

Víst löngu kominn tími á nýtt blogg. Í stuttu máli þá hef ég síðan síðast:
Unnið alla virka daga. Á kvöldin heng ég með samleigjendum mínum, kíki í sundlaugina og svona. Hef náð að rifja upp Dawson's Creek (er að verða búin með 2. seríu) og fimmtudagar eru videodagar þar sem allir sumarstarfsmenn Merck sem búa á sama stað og ég hittast og við horfum á mynd.
Farið í sumarstarfsmanna Amazing Race um campus UPenn í Philadelphiu þar sem eftir öll hlaupin leið mér eins og ég hefði hellt yfir mig heilum bala af vatni.
Farið í Six Flags, Guðbjört þú getur sagt Árna að ég hafi prófað Kingda Ka.
Farið á ströndina, Ocean City er mjög flott strönd.
Farið nokkrum sinnum til NYC. Komst einmitt að því að þrumuveðrið snemma í júní hafði eyðilagt sjónvarpið mitt og hljómtækin mín... og að það væri músafaraldur í húsinu. Vikuna eftir ættleiddi Karin rosalega sætan kött og ég reddaði nýju notuðu sjónvarpi frá vinnufélaga mínum. Valla hjálpaði mér að sækja það 5. júlí (það var 4. júlí BBQ hérna í hostað af Karin sem var alveg geggjað) og okkur tókst að keyra til Brooklyn frá New Jersey og svo yfir til Manhattan til að ná í þetta risasjónvarp. Við keyrðum yfir Brooklyn Bridge á leiðinni sem var viðeigandi þar sem við gengum einmitt yfir hana núna í vor, á leiðinni sáum við (eða amk ég) fossana hans Ólafs Elíassonar sem okkur langar einmitt að sjá. Held ég vilji sjá þá í myrkri betur þegar þeir eru upplýstir. Við höfðum einmitt farið helgina áður á MOMA til að sjá ljósasýninguna hans. En já með hjálp Karinar drösluðum við sjónvarpinu upp og snillingurinn ég ákvað að stinga því í samband og ath. hvort það væri í lagi. Auðvitað var það rafmagnið sem hafði eyðilagt gömlu tækin og um leið og við kveiktum á tækinu þá byrjaði að koma reykur út úr því. Ef þetta hefði ekki verið svo dramatískt þá held ég hefði grátið en ekki hlegið. En allt varð gott á endanum, Karin festi kaup á þessu rosalega 40 tommu HD sjónvarpi (sem ég er að horfa á hafnabolta í einmitt núna.) og ég festi kaup á PS3 svo við getum horft á Blu-Ray myndir í því. Reyndar á ég eftir að fá tækið sent en það kemur víst á þriðjudaginn svo það er aldrei að vita nema ég skjótist í heimsókn og setji það upp. Það besta er svo að þegar Karin kveikti á tækinu og sýndi mér það þá var bara venjulegt sjónvarpssignal - svo var ég að fikta í því áðan og haldið þið ekki að sjónvarpið hafi loftnet sem getur fundið ókeypis HD stöðvarnar. Þ.a. við erum með allar ókeypis HD stöðvarnar. Ég mun því horfa á Desperate Housewives, Lost og þessa þætti í HD næsta vetur á milli þess sem ég skemmti mér í PS3. Spurning hvort maður eigi að festa kaup á Singstar eða Guitar Heros eða Rockband....

Framundan eru New York ferðir (amk næstu helgi líka). Ráðstefna í Denver, Colorado fyrstu helgina í ágúst og síðan heimkoma rétt fyrir miðnætti 12. ágúst.

Þann 12 júlí, 2008 20:52, sagði Anonymous Nafnlaus...

Já, loksins er komin ný færsla. Það er meiri dramatíkin með sjónvarpsmálin. Vonandi kemur ekkert fyrir þessar nýju fínu græjur.
Kveðja; Kristín Ásta

 
Þann 13 júlí, 2008 13:49, sagði Blogger Ragna...

búið að tryggja að það gerist ekki aftur. með sjónvarpinu var fest kaup á þessu tryllitæki sem maður tengir öll rafmagnstæki og kapla í gegnum áður en maður stingur því í samband við rafmagnið. þetta á ekki að hleypa neinu óeðlilegu rafmagni í gegnum sig. (e. surge protector)

 
Þann 15 júlí, 2008 15:14, sagði Blogger Unknown...

Þú ert ekkert smá hugrökk að hafa farið í KingdaKa! Vá...sú reynsla fær alveg sér færslu seinna er það ekki? Hvernig var tilfinningin?

Langaði þig svo í aðra ferð?

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)