Ragna í New York

31. maí 2008

New Jersey

Jæja, sit hérna við tölvuna að downloada forriti sem ég mun líklegast nýta mér í vinnunni. Þetta er alveg 2GB svo þetta tekur sinn tíma. Ákvað þess vegna að ég gæti alveg eins bloggað um síðustu tvær vikurnar á meðan.

Siggi Smári og strákarnir fóru til San Fransisco fyrir tæpum tveim vikum, kvöldið áður hafði ég dregið þá með á kóreskt BBQ þar sem allir prófuð flest.

Vikan eftir það fór í að ganga frá lausum endum og svo skrapp ég til Siggu til að mæta á útskrift hjá Kristínu Eddu úr forskólanum. Voða flott allt saman. Fékk svo bílinn í láni og keyrði fyrst til Völlu þar sem við horfðum á Eurovision, það var mikið fagnað þegar 12 stigin komu í hús.
Ég flutti svo til Watchung í New Jersey á mánudaginn var og bý í mjög fínni íbúð ásamt þremur öðrum stelpum. Þær eru reyndar allar fæddar í kringum 1986 en ég læt það ekki á mig fá. Gaman að ganga í gegnum ungdóminn aftur svona einu sinni. Íbúðin er öllu búin, tvö baðherbergi, þvottavél og þurrkari, uppþvottavél, 3 sjónvörp, internet, miðlæg loftkæling, þannig að ekki getur maður kvartað. Á svæðinu er svo líkamsræktarstöð, körfuboltavöllur og þessi fína sundlaug. Vona að ég nenni að notfæra mér þetta í sumar.

Ég byrjaði sem sagt í vinnunni á þriðjudaginn. Á hverjum morgni erum við sótt kl 8 af minivan þangað sem við eigum heima og er okkur svo skutlað í vinnuna. Kl. 17 er okkur svo skutlað til baka. Þetta er alveg ágætis fyrirkomulag og neyðir mann til að vera ekki að vinna lengur sem er ágætt. Allar aðstæður þarna eru bara alveg ágætar og þetta lítur allt út eins og alvöru háskólakampus. Fullt af grænum svæðum á milli bygginga, risastór kaffitería og gjafabúð ásamt banka og fatahreinsun. Svo er ábyggilega eitthvað meira sem ég hef ekki séð. Á fimmtudag og föstudag var svo verið að selja skartgrip í almenningnum :)
Deildin mín er lítil þannig að allir fara saman í hádegismat og það þarf alltaf að sitja við sama borð. Þegar jarðskjálftinn varð heima þá kom yfirmaður deildarinnar til að athuga hvort það væri ekki örugglega allt í lagi með mig, voða sætt ;)
Í byrjun fengum við bara gestalímmiða sem þurfti að hafa á sér, þangað til þeir gátu gefið okkur auðkenniskort. Þessir límmiðar voru alltaf að detta af, mjög pirrandi. Á miðvikudaginn hafði ég svo skotist á klósettið og ég man að ég tók sérstaklega eftir að ég var með límmiðann þegar ég fór inn á klósettið. Svo stóð ég upp sneri mér við og sá allt í einu að hann var farinn. Og ég gat alls ekki fundið límmiðan alveg sama hvar ég leitaði á mér og í kringum mig. Svo stóð ég eins og illa gerandi hlutur fyrir utan básinn og var að reyna að skoða sjálfa mig í speglunum þegar kona kom út af næsta klósetti. Ég spurði hana þá hvort hún sæi nokkuð límmiðann á mér og þá sagði hún "úps ég var að sturta honum niður." Þá hafði hann fokið undir básinn inn til hennar og það fyrsta sem hún gerði var að henda honum bara. Þennan dag ákvað ég að laumast bara framhjá án þess að skila miðanum (sem maður átti víst að gera, ég var hvort eð er svo sein) þar sem annars hefði ég þurft að afsaka mig með þessari sögu. Held hún hafi ekki verið skárri en "hundurinn át heimaverkefnið mitt" afsökunin.

Heiða Dís og Sóley, frænkur mínar, eru svo mættar á svæðið en Heiða Dís ætlar að sjá um krakkana hennar Siggu í sumar. Þar sem ég var ennþá með bílinn þá sótti ég þær út á flugvöll og keyrði þær til Delaware. Fékk síðan skutl hjá Harold í vinnuna á föstudagsmorgun. Planið er svo að kíkja eitthvað til borgarinnar með stelpunum um næstu helgi.

Annars skrapp ég svo til NYC núna yfir helgina. Tókst að finna út hvernig rútan virkar og það tekur ekkert svo langan tíma að fara á milli. Það er samt alveg stórmunur finn ég að vera með central loftkælingu og uppþvottavél þ.a. aldrei að vita nema maður bara ílengist í New Jersey, eða ekki :)

Þann 31 maí, 2008 22:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

Spennó. Ertu búin að fá að gera eitthvað skemmtilegt verkefni í vinnunni, eða ertu ennþá í kynningum á vinnustaðnum?

 
Þann 03 júní, 2008 11:52, sagði Blogger Unknown...

Þetta hljómar mjög spennandi hjá þér. Gott að þú þurftir ekki að nota klósettsöguna, það hefði verið svona frekar vandræðalegt.

 
Viltu tjá þig?

16. maí 2008

Gestagangur

Datt í hug að það væri fínt að setja inn smáfréttir. Ég skrapp til Íslands í rúma viku um daginn og var það mjög hressilegt. Eyddi miklum tíma í að kíkja upp í Kjós og skoða teikningar og plön. Kíkti líka á þrjár dúllur, Hrafntinnu Líf, Sunnevu Lísu og Kára Björn. Ohhhhh, þau eru öll svo miklar dúllur.
Ég fékk svo áfall þegar ég fór mína einu ferð í Krónuna. Alveg hrikalega er orðið dýrt að versla í matinn.

Kom til baka á sunnudaginn og mætti Hákon á svæðið sama kvöld. Hann gisti svo í tvo daga eða þangað til vinir hans tveir voru komnir og eru þeir e-s staðar á flakki í borginni. Á miðvikudaginn mætti svo Siggi Smári frændi og tveir vinir hans. Þeir stoppa hérna hjá mér fram á sunnudagsmorgun á leið sinni til vesturstrandarinnar. Við kíktum á mexíkanskan í gærkvöldi og þar sem tilburðirnir við að drekka margaríturnar voru svo miklir þá gaf þjónninn okkur eina risastóra margarítu aukalega, "on the house".

Annars er ég bara að undirbúa mig þessa dagana fyrir sumarvinnuna. Flestallir pappírar í lagi og nú er bara að vera vel lesin áður en ég mæti á staðinn. Það er vonandi að ég hafi orku í sumar til að skrifa inn fréttir en það verða ábyggilega mikil viðbrigði að fara að vinna heilan vinnudag (og vakna fyrir klukkan sjö á morgnana).

Þann 17 maí, 2008 09:32, sagði Anonymous Nafnlaus...

hvernig er eiginlega vinnudagurinn hjá þér ef þú vinnur ekki allan daginn? síðan ég byrjaði í PhD-náminu vinn ég frá 8 til 6 alla virka daga og stundum um helgar, ég hefði kannski átt að fara til Bandaríkjanna ;-)
Lára Innsbruck

 
Þann 17 maí, 2008 11:11, sagði Blogger Ragna...

hehe orðalagið kannski dáldið skrítið :D ég vinn yfirleitt svona 10-8 og stundum um helgar en það er auðvelt að taka sér hlé og löng matarhlé... en nú er ég að fara í 9-5 vinnu sem er dáldið scary og maður ræður ekki tímanum nógu vel...

 
Þann 17 maí, 2008 15:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

já ok, sama hér, gott að vera í vinnu þar sem maður ræður sér alveg sjálfur...
Lára Innsbruck

 
Þann 18 maí, 2008 14:12, sagði Blogger Unknown...

Takk fyrir komuna um daginn. Það var rosa gaman að sjá þig aðeins. :)
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)