Ragna í New York

16. maí 2008

Gestagangur

Datt í hug að það væri fínt að setja inn smáfréttir. Ég skrapp til Íslands í rúma viku um daginn og var það mjög hressilegt. Eyddi miklum tíma í að kíkja upp í Kjós og skoða teikningar og plön. Kíkti líka á þrjár dúllur, Hrafntinnu Líf, Sunnevu Lísu og Kára Björn. Ohhhhh, þau eru öll svo miklar dúllur.
Ég fékk svo áfall þegar ég fór mína einu ferð í Krónuna. Alveg hrikalega er orðið dýrt að versla í matinn.

Kom til baka á sunnudaginn og mætti Hákon á svæðið sama kvöld. Hann gisti svo í tvo daga eða þangað til vinir hans tveir voru komnir og eru þeir e-s staðar á flakki í borginni. Á miðvikudaginn mætti svo Siggi Smári frændi og tveir vinir hans. Þeir stoppa hérna hjá mér fram á sunnudagsmorgun á leið sinni til vesturstrandarinnar. Við kíktum á mexíkanskan í gærkvöldi og þar sem tilburðirnir við að drekka margaríturnar voru svo miklir þá gaf þjónninn okkur eina risastóra margarítu aukalega, "on the house".

Annars er ég bara að undirbúa mig þessa dagana fyrir sumarvinnuna. Flestallir pappírar í lagi og nú er bara að vera vel lesin áður en ég mæti á staðinn. Það er vonandi að ég hafi orku í sumar til að skrifa inn fréttir en það verða ábyggilega mikil viðbrigði að fara að vinna heilan vinnudag (og vakna fyrir klukkan sjö á morgnana).

Þann 17 maí, 2008 09:32, sagði Anonymous Nafnlaus...

hvernig er eiginlega vinnudagurinn hjá þér ef þú vinnur ekki allan daginn? síðan ég byrjaði í PhD-náminu vinn ég frá 8 til 6 alla virka daga og stundum um helgar, ég hefði kannski átt að fara til Bandaríkjanna ;-)
Lára Innsbruck

 
Þann 17 maí, 2008 11:11, sagði Blogger Ragna...

hehe orðalagið kannski dáldið skrítið :D ég vinn yfirleitt svona 10-8 og stundum um helgar en það er auðvelt að taka sér hlé og löng matarhlé... en nú er ég að fara í 9-5 vinnu sem er dáldið scary og maður ræður ekki tímanum nógu vel...

 
Þann 17 maí, 2008 15:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

já ok, sama hér, gott að vera í vinnu þar sem maður ræður sér alveg sjálfur...
Lára Innsbruck

 
Þann 18 maí, 2008 14:12, sagði Blogger Unknown...

Takk fyrir komuna um daginn. Það var rosa gaman að sjá þig aðeins. :)
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)