Ragna í New York

13. október 2010

Jibbý

Var að uppgötva að ég á bloggsíðu :) Það er svo lítið sem á daga manns drífur. Annars til að covera sumarið. Eftir að ég kom frá Indianapolis (flugið sem ég missti) fór ég heim til Íslands í 3 vikur. Kom til baka og fór þá til Vancouver í tæpa viku. Mæli eindregið með Vancouver - mjög svo hrein borg. Fékk nýjan meðleiganda í ágúst. Var með bíl á Manhattan í tvær vikur á meðan Sigga og fjölskylda voru á Íslandi... algjörlega crazy reyndar. Búin að fá nokkra gesti núna í sept og okt. Bíð svo bara spennti eftir að komast heim um jólin. Ætli þetta sé ekki nóg fyrir næsta árið :)

Þann 01 nóvember, 2010 07:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

hehe, tja, bara gera eins og ég og eyða bloggsíðunni... enginn tími til að skrifa og svo er e-n veginn aldrei neitt það mikið að gerast sem maður vill endilega skrifa á netið... alveg nóg að vera með facebook ;-)

er ekki annars bara allt gott að frétta... lokaspretturinn er það ekki???

kveðja
Lára

 
Viltu tjá þig?

20. júní 2010

Alvöru fræðingur

Einn kennarinn minn sagði einu sinn "You're not a real academian until you missed a flight at least once." Þetta útleggst nokkurn veginn sem að maður ekki alvöru fræðingur (eða vísindimaður eða eitthvað svoleiðis) fyrr en maður hefur misst af flugi amk einu sinni.

Mér líður sem sagt núna eins og alvöru háskólamanneskju, ég er á leiðinni á mína fyrstu ráðstefnu ein (áður hef ég alltaf verið með einhverjum öðrum) og ég missti af fluginu mínu (sem útaf fyrir sig var bara fáránlegt - en ég brosi bara - held brosið og það að ég hafi ekki verið brjáluð hafi reddað mér að ég þurfti ekki að borga $25 aukalega fyrir að þeir settu mig ekki á standby í næsta flug).

15. febrúar 2010

Bíóferð

Nýr póstur jibbý...

Verð bara eiginlega að minnast á bíóferð sem mun seint gleymast. Við Ana fórum á nýjustu Almodóvar myndina Broken Embraces í Lincoln Plaza um daginn. Þetta byrjaði þegar Ana ætlaði að opna gula m&m pokann sinn og alveg sama hversu varlega hún gerði það þá leit konan fyrir framan strax mjög snöggt við og gaf henni illt augnaráð. Við ypptum bara öxlum því hvað á maður að gera? Bíóið selur þessa poka í kaffisölunni og það er nú varla til þess að taka með sér heim eftir bíóið og svo var hálfur salurinn líka að kjamsa og smjatta á poppkorni með tilheyrandi skrjáfri. En já hálfri mínútu seinna þá segir konan "viltu hætta þessu" og Ana getur lítið annað sagt en "hvað viltu að ég geri?" þá hálföskrar konan "hættu þessu" og snýr sér til baka og setur hattinn sinn á hausinn eins og hún vilji blokka það að við sæjum. Reyndar tók hún hann aftur niður eftir um tvær mínútur en þetta var ansi furðuleg hegðun.
En þetta var ekki nóg, ég sat við ganginn þarna í bíóinu og Ana næst við hliðina á mér. Um miðja mynd sé ég útundan mér einhverja hreyfingu og lít snöggt við og sé ég ekki þessa litlu mús. Mér brá alveg svakalega og kipptist alveg til enda verð ég mjög taugaveikluð yfir músum - byrja að ímynda mér að þær séu að fara að hlaupa upp um mig oþh. Eftir þetta er ég með vakandi augu yfir músinni og sé hana nokkrum sinnum hlaupa ganginn. Eftir einhvern tíma þá beygir stelpa, sem sat fyrir aftan Önu (ekki einu sinni fyrir aftan mig sem var við ganginn) , sig yfir mig og hvíslar "geturðu hætt að líta svona til hliðar, ég veit að það er mús þarna en komdu þér yfir það þetta er New York og þú verður bara að venjast músum". Ég hefði kannski skilið þetta að einhverju leyti ef hún hefði setið fyrir aftan mig eða ef ég hefði eitthvað blokkerað myndina fyrir henni en ég sat þannig að ég þurfti að sitja smá á skjá til að horfa á tjaldið og alls ekki fyrir henni.
En nóg með það við Ana drifum okkur út eftir myndina til að komast frá músum og taugaveikluðum konum. Það var frekar kalt og við ætluðum að reyna að finna leigubíl sem virtist ómögulegt. Við sjáum svo strætó koma sem fer beint heim þ.a. við hlaupum og náum í hann. Á meðan erum við að ræða þessar taugaveikluðu bíókonur og vorum ekkert að pæla í neinu. Allt í einu hallaði stelpan sem sat fyrir aftan okkur í strætónum og sagði "þið verðið að fyrirgefa hvernig ég lét í bíóinu, ég get verið dálítið viðkvæm fyrir allskonar hreyfingum og hljóðum þegar ég fer í bíó" var þá ekki mætt stúlkan sem hafði skammað mig fyrir höfuðhreyfingar mínar útaf músinni. Ohhh hvað ég vildi að ég hefði verið með einhverjum Íslendingi á þessum tímapunkti...

Annars margt búið að gera síðan ég skrifaði síðast. Afmæli og jól, heimsóknir og ferðalög, óperan og rockband. Ég er vel á minnst ekki búin að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hef ekki hugmynd um hvað ég myndi kjósa þar sem mér finnst ég vita allt of lítið um málið til þess að geta gefið ábyrgt svar. Annars er þorrablót hérna næstu helgi þannig að framundan er ofskammtur af Íslendingum, íslensku og íslenskum mat.

Þann 25 febrúar, 2010 05:37, sagði Blogger Helga Björk...

Hahah... henni var nær að vera eitthvað að ibba gogg. En já, stundum getur verið gott að tala mál sem fáir skilja. Ég er t.d. búin að kenna Frank mörg íslensk orð, bara í þeim tilgangi að geta sagt þau við hann án þess að neinn annar skilji.

 
Viltu tjá þig?

9. október 2009

Samtal sem ég átti við Meha á mið kvöld

Meha var að taka munnlega prófið sitt í gær og hefur hún fengið að gista hjá mér síðustu vikuna. Kvöldið fyrir prófið var ég voða húsmóðurleg og eldaði fyrir hana kvöldmat svo hún væri vel uppilögð. Einhvern veginn barst talið að Nóbel verðlaununum.

Ragna:"Al Gore fékk nóbelinn sem hann hefði annars aldrei fengið ef hann hefði orðið forseti."
Ragna:"Hmmm héðan í frá ef maður verður forseti Bandaríkjanna er engin von að maður fá friðarnóbelinn - nema maður kannski hafi fengið hann áður en maður er kosinn."
Innskot Meha: "Já en afhverju myndi friðarnóbelverðlaunahafi vilja verða forseti Bandaríkjanna."
Ragna: "Já það er spurning, en eitt er alla vegana víst á meðan Bandaríkin eru svona mikil hernaðarþjóð þá er ekki séns að forseti þeirra fái friðarnóbelinn."

Til hamingju friðarnóbelsverðlaunanefnd: Ég held það sé langt síðan einhverjum tókst að afsanna eitthvað sem ég hélt að væri meitlað í stein... rosalega getur maður verið vitlaus stundum :)

7. október 2009

Gáta - einhverjir klárir sem geta leyst þetta?



Þann 07 október, 2009 17:36, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

blz Ragna1 hver stafur er 3 bil og 3 línur og það eru 4 þykkleikar þetta er Code 128

vil samt ekki skemma fyrir hinum svo ég segi ekki lausnina... vá ég á að vera læra núna úff

 
Þann 08 október, 2009 20:59, sagði Blogger Hákon...

Ég get ekki leyst gátuna, en ég kasta samt á þig kveðju!

Heyrumst fljótlega!

 
Þann 09 október, 2009 13:33, sagði Blogger Ragna...

Rosalega er fólk lélegt (fyrir utan Sigga Smára) eruð þið hætt að lesa síðuna mína. En ef ég gef smáhint um að þetta sé 5 stafa orð/nafn

 
Þann 10 október, 2009 08:12, sagði Blogger beamia...

Neinei ég les ennþá! Er bara veik og get ekki hugsað um gátur, kíki á þetta seinna :)

 
Þann 11 október, 2009 03:46, sagði Blogger Hákon...

Ok það stendur Ragna?

 
Þann 16 október, 2009 16:30, sagði Blogger Ragna...

hvernig í ósköpunum fékkstu það út?

 
Viltu tjá þig?

5. október 2009

Bókhaldið


Tók mig loksins til um helgina eftir margra ára leti og fór í gegnum pappírana mína. Átti fullt af óopnuðum pósti með kreditkortatilboðum sem ég ákvað að tæta. Árangurinn var fullur poki af svona og þrjár möppur af skjölum.

29. september 2009

Fyndið

Var að lesa athugasemdir við frétt á Eyjunni. Var þess vegna búin að skrolla alla leið neðst á síðuna. Tók eftir að neðst eru linkar á nánast allar íslensku fréttasíðurnar þ.m.t. mbl, dv, visir, amx osfrv. Tók hinsvegar eftir að það vantaði Pressuna. Fannst þetta fyndið í ljósi þessarar fréttar. Er samkeppnin svona mikil? :)

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)