Alvöru fræðingur
Einn kennarinn minn sagði einu sinn "You're not a real academian until you missed a flight at least once." Þetta útleggst nokkurn veginn sem að maður ekki alvöru fræðingur (eða vísindimaður eða eitthvað svoleiðis) fyrr en maður hefur misst af flugi amk einu sinni.
Mér líður sem sagt núna eins og alvöru háskólamanneskju, ég er á leiðinni á mína fyrstu ráðstefnu ein (áður hef ég alltaf verið með einhverjum öðrum) og ég missti af fluginu mínu (sem útaf fyrir sig var bara fáránlegt - en ég brosi bara - held brosið og það að ég hafi ekki verið brjáluð hafi reddað mér að ég þurfti ekki að borga $25 aukalega fyrir að þeir settu mig ekki á standby í næsta flug).