Ragna í New York

9. október 2009

Samtal sem ég átti við Meha á mið kvöld

Meha var að taka munnlega prófið sitt í gær og hefur hún fengið að gista hjá mér síðustu vikuna. Kvöldið fyrir prófið var ég voða húsmóðurleg og eldaði fyrir hana kvöldmat svo hún væri vel uppilögð. Einhvern veginn barst talið að Nóbel verðlaununum.

Ragna:"Al Gore fékk nóbelinn sem hann hefði annars aldrei fengið ef hann hefði orðið forseti."
Ragna:"Hmmm héðan í frá ef maður verður forseti Bandaríkjanna er engin von að maður fá friðarnóbelinn - nema maður kannski hafi fengið hann áður en maður er kosinn."
Innskot Meha: "Já en afhverju myndi friðarnóbelverðlaunahafi vilja verða forseti Bandaríkjanna."
Ragna: "Já það er spurning, en eitt er alla vegana víst á meðan Bandaríkin eru svona mikil hernaðarþjóð þá er ekki séns að forseti þeirra fái friðarnóbelinn."

Til hamingju friðarnóbelsverðlaunanefnd: Ég held það sé langt síðan einhverjum tókst að afsanna eitthvað sem ég hélt að væri meitlað í stein... rosalega getur maður verið vitlaus stundum :)

7. október 2009

Gáta - einhverjir klárir sem geta leyst þetta?



Þann 07 október, 2009 17:36, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

blz Ragna1 hver stafur er 3 bil og 3 línur og það eru 4 þykkleikar þetta er Code 128

vil samt ekki skemma fyrir hinum svo ég segi ekki lausnina... vá ég á að vera læra núna úff

 
Þann 08 október, 2009 20:59, sagði Blogger Hákon...

Ég get ekki leyst gátuna, en ég kasta samt á þig kveðju!

Heyrumst fljótlega!

 
Þann 09 október, 2009 13:33, sagði Blogger Ragna...

Rosalega er fólk lélegt (fyrir utan Sigga Smára) eruð þið hætt að lesa síðuna mína. En ef ég gef smáhint um að þetta sé 5 stafa orð/nafn

 
Þann 10 október, 2009 08:12, sagði Blogger beamia...

Neinei ég les ennþá! Er bara veik og get ekki hugsað um gátur, kíki á þetta seinna :)

 
Þann 11 október, 2009 03:46, sagði Blogger Hákon...

Ok það stendur Ragna?

 
Þann 16 október, 2009 16:30, sagði Blogger Ragna...

hvernig í ósköpunum fékkstu það út?

 
Viltu tjá þig?

5. október 2009

Bókhaldið


Tók mig loksins til um helgina eftir margra ára leti og fór í gegnum pappírana mína. Átti fullt af óopnuðum pósti með kreditkortatilboðum sem ég ákvað að tæta. Árangurinn var fullur poki af svona og þrjár möppur af skjölum.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)