Ólæti
Ég er byrjuð á drögum að næsta parti af frásögn síðasta mánuðar - kemur inn seinna.
Annars er ég að undra mig á þyrlunni sem er búin að vera á sveimi hérna yfir hverfinu mínu frá því kl 7 í kvöld (að verða tíu núna). Það er svo mikill hávaði í henni að þegar hún er í kyrrstöðu beint yfir götunni minni (eða næstu) þá heyri ég varla í sjónvarpinu (verð að vera með opna glugga til að fá aðeins kaldara loft inn). Spurning er bara hvað er í gangi? Það hlýtur að vera e-r frægur hérna í heimsókn. Ég kíkti á heimasíðu Columbia en sá ekki neitt þar í gangi. Ég hefði kannski átt að fara út í göngutúr og ath hvort það væri e-r heví öryggisgæsla e-s staðar á svæðinu. Hvað þarf maður annars að vera frægur til þess að fá þyrlu á eftir sér?


-
Þann 27 júní, 2007 12:03,
sagði
Nafnlaus...
-
-
Þann 27 júní, 2007 14:20,
sagði
Unknown...
-
-
Þann 27 júní, 2007 19:49,
sagði
Ragnhildur...
-
Viltu tjá þig?kannski var verið að taka upp kvikmynd eða myndband? hlakka til að heyra meiri ferðasögu :)
Mér dettur strax í hug fyrirsát. Kannski er strokufangi þarna í felum eða gíslataka í gangi! En þá hefðu sennilega verið löggubílar á svæðinu og fullt af fjölmiðlum...
Kv. Kristín Á.
Mér datt nú bara í hug Paris Hilton ;)