Ragna í New York

25. júní 2007

Ólæti

Ég er byrjuð á drögum að næsta parti af frásögn síðasta mánuðar - kemur inn seinna.

Annars er ég að undra mig á þyrlunni sem er búin að vera á sveimi hérna yfir hverfinu mínu frá því kl 7 í kvöld (að verða tíu núna). Það er svo mikill hávaði í henni að þegar hún er í kyrrstöðu beint yfir götunni minni (eða næstu) þá heyri ég varla í sjónvarpinu (verð að vera með opna glugga til að fá aðeins kaldara loft inn). Spurning er bara hvað er í gangi? Það hlýtur að vera e-r frægur hérna í heimsókn. Ég kíkti á heimasíðu Columbia en sá ekki neitt þar í gangi. Ég hefði kannski átt að fara út í göngutúr og ath hvort það væri e-r heví öryggisgæsla e-s staðar á svæðinu. Hvað þarf maður annars að vera frægur til þess að fá þyrlu á eftir sér?

Þann 27 júní, 2007 12:03, sagði Anonymous Nafnlaus...

kannski var verið að taka upp kvikmynd eða myndband? hlakka til að heyra meiri ferðasögu :)

 
Þann 27 júní, 2007 14:20, sagði Blogger Unknown...

Mér dettur strax í hug fyrirsát. Kannski er strokufangi þarna í felum eða gíslataka í gangi! En þá hefðu sennilega verið löggubílar á svæðinu og fullt af fjölmiðlum...
Kv. Kristín Á.

 
Þann 27 júní, 2007 19:49, sagði Blogger Ragnhildur...

Mér datt nú bara í hug Paris Hilton ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)