Ísland - best í heimi!
Ekkert merkilegt búið að gerast síðan síðast. Varð bara að segja ykkur frá tveimur auglýsingum sem ég sá og heyrði af.
Rachel vinkona mín sagði mér að hún hafi heyrt auglýsingu í útvarpinu um daginn. Ung stelpa sem sagðist vera frá Íslandi og byrjaði svo að dásama hvað allir væru hraustir á Íslandi, lífslíkurnar væru með þeim hærri í heiminum osfrv. Sagði að ástæðan fyrir því væri að Íslendingar tæku fiskaolíu. Svona heyrði ég þetta amk. Það virðist því sem svo að það sé byrjað að flytja inn Lýsi til Bandaríkjanna. Getur einhver frætt mig um þetta meira?
Svo í sjónvarinu um daginn. Það var verið að auglýsa e-a ístegundina (man ekki eftir að hafa heyrt um þessa tegund áður, eitthvað með kanínu (bunny)) og það var búið að persónugera ís í skál. Ísinn var látin vera fræg stjarna að koma að rauða dreglinum og var að kvarta yfir að fá aldrei að vera í friði. Talaði á fullu um hvað ísinn dreymdi að gera. Endaði á "... I heard it's supposed to be nice in Iceland".
Ég ætlaði að springa úr hlátri. Hugsaði um alla vini mína sem geta endalaust borðað af ís. Ég sver það fólk borðar meira ís á Íslandi en hérna...
haha það er ábyggilega ekkert næs að vera ís á Íslandi, við borðum ís í hvaða veðri sem er
Það er örugglega verið að meina Omega 3 fiskiolíu en ekki Lýsi án þess að ég viti það.. Bið annars bara að heilsa :)
Þórhildur
Ef það er rétt er þá auglýsingin ekki dálítið skrítin? Held að ástæðan fyrir hreysti Íslendinga væri miklu frekar Lýsi að þakka heldur en Omega 3 fiskiolíu, eða hvað?
Sko, það er alveg omega-3 fitusýrur í lýsinu, þess vegna (+A og D vítamín) er lýsi svona hollt.
Omega-3 frá Lýsi er bara lýsi án vítamína (svona nokkurn veginn)