Ísland og næsta vika
Var að enda við að panta flug heim. Flýg 30. júní og kem til baka aftur 9. ágúst. Ákvað að vera yfir verslunarmannahelgina þetta árið.
Sigga, Harold, Stefán og Kristín voru að yfirgefa borgina. Harold átti erindi hingað og við Sigga og krakkarnir horfðum á hafnabolta og fórum svo og köstuðum frisbee í Central Park.
Næsta vika verður rosaleg hjá mér. Tvö semiverkefni í lagatölfræðikúrsinum sem ég þarf að hugsa um fyrir mánudag og þriðjudag. Þarf að vera búin að herma eitthvað fyrir mánudaginn fyrir verkefnið sem ég er að vinna að í skólanum. Einnig er síðasti kennslutíminn minn á mánudaginn - þarf að undirbúa upprifjun og klukkutíma fyrir þann tíma á ég fund til að fá gögn sem þarf að greina fyrir fimmtudag. Á miðvikudag er ég á leið í MOMA með lagatölfræðibekknum mínum og eftir það um kvöldið eru svo Bjarkartónleikar með Albínu og Völlu veiii. Við ætlum aðallega samt að sjá Brynju Guðmunds spila á túbuna haha. Sama dag lét ég vera skiladag á 10% verkefni í bekknum mínum. Býst við að þau verði mikið að trufla mig fram að því þó ég sé búin að segja ég verði ekkert við á miðvikudaginn. Ég þarf sem sagt að greina e-r gögn fyrir fimmtudag. Síðan fyrir mánudaginn eftir viku verð ég að vera búin að semja lokapróf, tvær útgáfur ásamt því að vinna að sameiginlegu verkefni með Mladen sem ég vona að við þurfum ekki að flytja fyrr en fimmtudaginn 10. maí annars er ég dauð - ætla sko ekki að missa af Björk. Já og svo þarf víst að skila einkunnum í síðasta lagi 11. maí - amk fyrir þá sem útskrifast 15. maí.
Vel á minnst ég má víst taka þátt í útskriftarathöfninni 15. maí af því ég fékk mastersgráðuna í október síðastliðnum. Á boðskort og allt saman. Held ég geri það nú samt ekki fyrr en ég er búin með doktorinn ;)
Annars fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég löngu búin að kjósa. Kaus 4. apríl og ég veit með vissu að atkvæði mitt er komið til sýslumannsins í Reykjavík sem á að koma því til kjörstjórnar. Hvernig ætli það sé með stjórnmálaflokkana heima. Þeir bjóðast til að koma atkvæði manns til skila. Ætli þeir myndi koma hingað til að ná í atkvæði manns ef maður nennti ekki að senda það í pósti og hefði engan til að koma því fyrir mann?
Reyni að pósta betur næst um sumarplön mín
vá, það er slatti að gera hjá þér næstu vikur!
og svo þegar þetta allt er búið þá verður gaman :)
Það er svakalega mikið að gera sé ég. Ég sé einmitt sjálf fram á rosalega mikla vinnu á næstunni enda skólinn hér að verða búinn líka.
Ég myndi sko bara fara á útskriftina, það er örugglega gaman. Nema náttúrulega ef þetta er lengra en athafnirnar hér heima, þær geta verið ansi langar.
Mér finnst æðislegt að þú skulir verða heima þegar ég gifti mig. :D
Ætli að flokkarnir kíki ekki á atkvæðið og skili því bara ef það er þeim í hag? ;)
HÆ HÆ,
Ég og Sirrý vorum ákkúrat að tala um það að við verðum að ná að hittast í sumar þar sem við nú klúðruðum því um jólin. Miðað við tímann sem þú verður á Íslandi og tímann sem ég verð á Íslandi ættum við að hafa ca 3 vikur til að koma því í verk. Við verðum að redda því. Allavega góða skemmtun í öllu stressinu, bið að heilsa, Lára
ég legg til að þú takir frá tímann sem fer í útskriftarathöfnina og hafir sem svona leti-tíma annað hvort bara sofa eða sleikja sólina og borða ís - átt það skilið eftir allan dugnaðinn! :)
Hæbb, já við látum það bara gerast að hittast. Komin tími til ;).
Var ekki æði á Bjarkartónleikunum?!?