Ragna í New York

22. apríl 2007

Gott veður!

English version below.

Fyrst vil ég þakka kærlega fyrir allar kveðjur sem þið hafið sent mér síðustu daga, bæði þær sem komu hér í athugasemdum, í tölvupósti og með símtölum. Mér þykir mjög vænt um að hafa fengið þær.

Það var partí hérna á föstudagskvöldið sem heppnaðist bara ágætlega. Í lokin þegar slatti var farinn, tókum við upp diskókúlu sem Meha á. Bara gaman að hafa diskóljós í stofunni.

Valla mætti á svæðið og gisti yfir nóttina. Þegar við vöknuðum og ætluðum að fá okkur brunch þá var svo æðislegt veður að ég ákvað að kíkja með henni niður í bæ. Allan daginn var heiðskírt og ábyggilega svona um 25 stiga hiti. Við fórum niður í Greenwich Village og fundum írskan pöbb sem var með ágætis brunch matseðil. Gengum síðan um, sáum flóamarkað, kíktum á Washington Square, í búðir, keyptum misnytsamlega hluti, sáum götulistamenn og margt fleira. Mér fannst alveg frábært hvað allir voru í góðu skapi, ótrúlegt hvað gott veður getur breytt móralnum. Á endanum var klukkan orðin svo margt að ég er viss um Geir hafi verið farinn að velta því alvarlega fyrir sér að hleypa Völlu aldrei aftur í heimsókn til mín í New York.

Eftir að hafa skilið við Völlu þá fór ég út úr Subwaynum á 96. stræti. Ákvað að fá mér frappuchinoinn á Starbucks sem við Valla náðum ekki að fá okkur sökum tímaskorts. Stelpan sem blandaði handa mér drykkinn blandaði vitlausan drykk svo á endanum lét hún mig labba út með tvö glös af frappuchino - hún vildi endilega að ég gæfi einhverjum hinn drykkinn. Hálfskrítið að labba með tvö glös af frappuchino - maður lítur út fyrir að vera svakagráðugur og það var ekki eins og ég ætti heima á næsta götuhorni svo ég gæti horfið á braut með sönnunargögnin, ég átti eftir að labba 15 götur upp Broadway. Á endanum ákvað ég að athuga hvort ég sæi ekki einhvern heimilslausan og gefa honum annað glasið. Sá á endanum mann sem ég ákvað að liti nógu mikið út til að vera heimilislaus. Rétti honum glasið og ég sá ekki betur en hann svolgraði þetta í sig. Fékk reyndar smááhyggjur eftir á að þetta væri ekkert svakalega hollt fyrir hann, vona bara að hann fái næringarefni annars staðar frá. Ég var samt voða ánægð með sjálfa mig, manni líður einhvern veginn miklu betur þegar maður hefur gefið af sér. Tók einmitt eftir að þeir sem urðu vitni af gjafmildi minni brostu allir voða fallega.



There was a party here on friday night and it was really great. At the end when a lot of people had already left, we decided to set up the disco light that Meha has. Really brilliant to have a disco light in the living room.

My friend Valla showed up for the party and stayed over. On Saturday after we went out for brunch we figured the weather was so nice that I decided to join her downtown to have brunch there. We went to Greenwich Village and found an Irish pub with a nice brunch menu. After that we walked around, saw a flea market, went to Washington Square which was crowded with people, looked at some summer dresses in clothing stores, saw street artsts and lot more. It's so great how everyone was in a good mood because of the great weather.

On my way back I decided to walk from 96th St. Got myself a frappuchino at Starbucks. The barista mixed my drink incorrectly so I ended up with two glasses. I didn't really know what to do with the second one and ended up finding a homeless person to give it to. Was a little bit worried that it was too unhealthy for him, I mean I don't know if he gets all the nutrients he needs. But it was great being able to give it to someone and it makes you feel all better about yourself. I actually noticed it made other people around me feel good too...

Þann 22 apríl, 2007 16:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ohh. Nú langar mig í Frappuchino. Ég smakkaði svoleiðis í fyrsta sinn í London í sumar og fannst það algjört æði. :D

 
Þann 22 apríl, 2007 20:20, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

mmm... Frappuchino... ég hefði samt ekki þorað að þiggja það e-m ókunnugum - þú það væri þú ;-)

 
Þann 22 apríl, 2007 20:29, sagði Blogger Ragna...

Ekki ég heldur Siggi, þess vegna leitaði ég af einhverjum sem ég vissi að myndi þiggja það = betlara

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)